Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. desember 2024 07:01 Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Ertu mikið jólabarn? Já ég myndi segja það. Foreldrar mínir lögðu mikið upp úr því að halda góð jól fyrir okkur systurnar þannig að ég á bara frábærar minningar og elska þennan tíma árs. Ég er líka mjög rómantísk manneskja og desember er fullur af tækifærum fyrir fólk eins og mig. Svo ég tali nú ekki um jólamyndirnar, smákökurnar, fjölskyldustundirnar, skreytingarnar, heita kakóið eftir sleðastuð. Ég elska þetta allt. Það er mjög lúðalegt kannski en ég er seld. Ertu með einhverjar jólahefðir?Þegar ég var lítil þá voru sumir hlutir alltaf eins, eins og að fá ekki jólatré fyrr en á Þorláksmessu. Það er hefð sem ég losaði mig við strax sem mamma sjálf. Ég fæ mér jólatré í fyrstu viku desember og skreyti allt. Siðan á pabbi afmæli á aðfangadag svo við systurnar og fjölskyldur okkar förum alltaf í humarsúpu til hans í hádeginu á aðfangadag. Það hefur verið humarsúpa í hádeginu síðan ég var lítil. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?Eiginlega afmæli mannsins míns þann 20.desember. Þegar við erum búin að halda uppá það þá finnst mér jólin bara komin. Þá horfum við fjölskyldan saman á The Grinch og fáum okkur smákökur. Það er hefð frá minni æsku og alltaf mikil stemning. Hver er þín uppáhalds jólaminning?Ég man ekki eftir neinu einu sem stendur upp úr, enda með herfilegt minni. En ég man sem barn hvað var gaman að leika í snjónum úti á aðfangadag og bíða eftir að kvöldið nálgist. Ég hef líka séð dóttir mína gráta af gleði þegar hún opnaði gjöfina frá okkur, það er ekkert sem er fallegra en það. Hvað borðar þú á aðfangadag?Ég borða humar, vegan wellington og heimagerðan jólaís! Ég hætti að borða svín fyrir níu árum, vegna þess hvernig farið er með þessi grey. Það hefur sko engin áhrif á hátíðleikann, ég borða gamla góða meðlætið hennar mömmu. Sósan og jólasalatið gerir alveg kvöldið. Ég get ekki beðið eftir að njóta! Þetta snýst allt um að gera vel við sig með góðu fólki. Þá er hátíð í bæ! Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?Líklega risastór froskur sem ég fékk frá systir minni þegar ég var 10 ára. Mér fannst mjög merkilegt að fá svona ógeðslega stóran pakka. Hann var samt ekki nema kannski 1 meter á hæð en þetta var auðvitað langt fyrir tíma Costco á Íslandi þannig að viðmiðið var allt annað. Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?Guð hvað ég skammast mín að átta mig á því að ég man ekki eftir neinum gjöfum! Ég hef fengið furðulegar afmælisgjafir frá manninum mínum en hann er oftast frekar með þetta um jólin greinilega. Bakar þú smákökur fyrir jólin?Njah, ég er enginn bakari. Ætli ég skelli ekki í nokkrar sortir úr tilbúnu degi frá IKEA. Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum?Ég er það vanalega. Ég er oftast búin að kaupa allar jólagjafir í byrjun desember og skreyti fyrir fyrsta í aðventu. Í desember reyni ég að svo að njóta sem mest. Í ár erum við að klára framkvæmdir hérna heima og ég mikilli vinnutörn þannig að þetta er því miður ekki alveg eins og ég hafði séð það fyrir mér. Engu að síður er ég að verða búin með gjafir og ætla að finna leið til að skreyta framhjá framkvæmdunum. Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?Ég er ógeðslega erfið því ég er óþolinmóð kona og kaupi mér eiginlega allt sem mig langar í sjálf. Ég er ekki með óskalista eins og er en ég er svo hvatvís að ég mun fá einhverja frábæra hugmynd rétt fyrir jól! Jafnvel bara veiðisett þó ég hafi aldrei farið í veiði. Ég bít eitthvað nýtt í mig í hverjum einasta tíðahring. Hver veit hvað verður næst? Upplifun eða dót í jólapakkann?Mig vantar ekkert sérstakt en elska að eyða tíma með mínu fólki, þannig ég mun peppa upplifanir. Svo lengi sem maður gleymir ekki gjafabréfinu uppí skáp í fimm ár! Mér finnst að maður verði að ákveða dagsetningu strax! En annars elska ég fallega hluti og mun alls ekki hata hörðu pakkana. Hvað finnst þér verst við jólin?Gjafadrama. Eina röflið sem er skiljanlegt þegar kemur að gjöfum eru þessir öfgar í gjöfum til barna. Bæði eru sum að fá alltof mikið í skóinn, ég bara skil ekki hvers vegna jólasveinninn hefur svona mikla þörf fyrir því? Og svo eru það foreldrarnir, sem eru farin gefa börnum og unglingum fyrir nokkur hundruð þúsund. Mér finnst þetta bilun og skapar kvíða í kringum hátíðarnar. Allur metingur og öll tilætlunarsemi varðandi gjafir finnst mér skemma jólahátíðina. Ég vildi óska að við gætum verið þakklát bara fyrir fólkið, matinn, samverustundina, börnin okkar og þau forréttindi sem við búum flest við. Gjafirnar eru plús. Hvað er það besta við jólin?Jóladagur! Þegar öll spennan er loksins farin að leka úr börnunum og það er ekkert á dagskrá nema að mönsa, hlusta á tónlist, skoða gjafirnar og hjálpa krökkunum að byggja lego og setja saman dúkkuhús o.s.frv. Þetta er besti dagur heims. Ferðu á einhverja tónleika um jólin?Ég hef farið á þá nokkra en hugsa að ég láti það í friði þessi jólin. En ég ætla á uppistand! Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér fyrir jólin?Ég er bara á fullu að skemmta, fara með uppistandið mitt á allskonar skemmtanir og halda fullt af jóla- pubquiz fyrir fyrirtæki. Ég ætla bara að njóta þess í botn að fá fólk til að hlæja í jólastressinu! Hvert er þitt uppáhalds jólalag?Það fer mjög eftir skapinu. Mesta svona pepp lagið er Fyrir jól með king BóHall og Svölu. Svo elska ég að vera í kósý og hlusta á plötuna hans Valdimar Fimm mínútur í jól. Hver er þín uppáhalds jólamynd? The Grinch er svo ógeðslega boring svar en ég elskaði að horfa á hana með pabba þegar ég var lítil. Ég á svo góðar minningar svo ég verð að segja það. Það er ekki eins og Love actually væri eitthvað skárra svar, eða The Holiday? Elf var samt rosaleg á sínum tíma. Ég elska grín og rómantík um jólin. Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Mest lesið Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Jóladagatal Vísis: Skyrglíma Nilla við Þórunni Antoníu og Guðrúnu Margréti Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Ertu mikið jólabarn? Já ég myndi segja það. Foreldrar mínir lögðu mikið upp úr því að halda góð jól fyrir okkur systurnar þannig að ég á bara frábærar minningar og elska þennan tíma árs. Ég er líka mjög rómantísk manneskja og desember er fullur af tækifærum fyrir fólk eins og mig. Svo ég tali nú ekki um jólamyndirnar, smákökurnar, fjölskyldustundirnar, skreytingarnar, heita kakóið eftir sleðastuð. Ég elska þetta allt. Það er mjög lúðalegt kannski en ég er seld. Ertu með einhverjar jólahefðir?Þegar ég var lítil þá voru sumir hlutir alltaf eins, eins og að fá ekki jólatré fyrr en á Þorláksmessu. Það er hefð sem ég losaði mig við strax sem mamma sjálf. Ég fæ mér jólatré í fyrstu viku desember og skreyti allt. Siðan á pabbi afmæli á aðfangadag svo við systurnar og fjölskyldur okkar förum alltaf í humarsúpu til hans í hádeginu á aðfangadag. Það hefur verið humarsúpa í hádeginu síðan ég var lítil. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?Eiginlega afmæli mannsins míns þann 20.desember. Þegar við erum búin að halda uppá það þá finnst mér jólin bara komin. Þá horfum við fjölskyldan saman á The Grinch og fáum okkur smákökur. Það er hefð frá minni æsku og alltaf mikil stemning. Hver er þín uppáhalds jólaminning?Ég man ekki eftir neinu einu sem stendur upp úr, enda með herfilegt minni. En ég man sem barn hvað var gaman að leika í snjónum úti á aðfangadag og bíða eftir að kvöldið nálgist. Ég hef líka séð dóttir mína gráta af gleði þegar hún opnaði gjöfina frá okkur, það er ekkert sem er fallegra en það. Hvað borðar þú á aðfangadag?Ég borða humar, vegan wellington og heimagerðan jólaís! Ég hætti að borða svín fyrir níu árum, vegna þess hvernig farið er með þessi grey. Það hefur sko engin áhrif á hátíðleikann, ég borða gamla góða meðlætið hennar mömmu. Sósan og jólasalatið gerir alveg kvöldið. Ég get ekki beðið eftir að njóta! Þetta snýst allt um að gera vel við sig með góðu fólki. Þá er hátíð í bæ! Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?Líklega risastór froskur sem ég fékk frá systir minni þegar ég var 10 ára. Mér fannst mjög merkilegt að fá svona ógeðslega stóran pakka. Hann var samt ekki nema kannski 1 meter á hæð en þetta var auðvitað langt fyrir tíma Costco á Íslandi þannig að viðmiðið var allt annað. Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?Guð hvað ég skammast mín að átta mig á því að ég man ekki eftir neinum gjöfum! Ég hef fengið furðulegar afmælisgjafir frá manninum mínum en hann er oftast frekar með þetta um jólin greinilega. Bakar þú smákökur fyrir jólin?Njah, ég er enginn bakari. Ætli ég skelli ekki í nokkrar sortir úr tilbúnu degi frá IKEA. Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum?Ég er það vanalega. Ég er oftast búin að kaupa allar jólagjafir í byrjun desember og skreyti fyrir fyrsta í aðventu. Í desember reyni ég að svo að njóta sem mest. Í ár erum við að klára framkvæmdir hérna heima og ég mikilli vinnutörn þannig að þetta er því miður ekki alveg eins og ég hafði séð það fyrir mér. Engu að síður er ég að verða búin með gjafir og ætla að finna leið til að skreyta framhjá framkvæmdunum. Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?Ég er ógeðslega erfið því ég er óþolinmóð kona og kaupi mér eiginlega allt sem mig langar í sjálf. Ég er ekki með óskalista eins og er en ég er svo hvatvís að ég mun fá einhverja frábæra hugmynd rétt fyrir jól! Jafnvel bara veiðisett þó ég hafi aldrei farið í veiði. Ég bít eitthvað nýtt í mig í hverjum einasta tíðahring. Hver veit hvað verður næst? Upplifun eða dót í jólapakkann?Mig vantar ekkert sérstakt en elska að eyða tíma með mínu fólki, þannig ég mun peppa upplifanir. Svo lengi sem maður gleymir ekki gjafabréfinu uppí skáp í fimm ár! Mér finnst að maður verði að ákveða dagsetningu strax! En annars elska ég fallega hluti og mun alls ekki hata hörðu pakkana. Hvað finnst þér verst við jólin?Gjafadrama. Eina röflið sem er skiljanlegt þegar kemur að gjöfum eru þessir öfgar í gjöfum til barna. Bæði eru sum að fá alltof mikið í skóinn, ég bara skil ekki hvers vegna jólasveinninn hefur svona mikla þörf fyrir því? Og svo eru það foreldrarnir, sem eru farin gefa börnum og unglingum fyrir nokkur hundruð þúsund. Mér finnst þetta bilun og skapar kvíða í kringum hátíðarnar. Allur metingur og öll tilætlunarsemi varðandi gjafir finnst mér skemma jólahátíðina. Ég vildi óska að við gætum verið þakklát bara fyrir fólkið, matinn, samverustundina, börnin okkar og þau forréttindi sem við búum flest við. Gjafirnar eru plús. Hvað er það besta við jólin?Jóladagur! Þegar öll spennan er loksins farin að leka úr börnunum og það er ekkert á dagskrá nema að mönsa, hlusta á tónlist, skoða gjafirnar og hjálpa krökkunum að byggja lego og setja saman dúkkuhús o.s.frv. Þetta er besti dagur heims. Ferðu á einhverja tónleika um jólin?Ég hef farið á þá nokkra en hugsa að ég láti það í friði þessi jólin. En ég ætla á uppistand! Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér fyrir jólin?Ég er bara á fullu að skemmta, fara með uppistandið mitt á allskonar skemmtanir og halda fullt af jóla- pubquiz fyrir fyrirtæki. Ég ætla bara að njóta þess í botn að fá fólk til að hlæja í jólastressinu! Hvert er þitt uppáhalds jólalag?Það fer mjög eftir skapinu. Mesta svona pepp lagið er Fyrir jól með king BóHall og Svölu. Svo elska ég að vera í kósý og hlusta á plötuna hans Valdimar Fimm mínútur í jól. Hver er þín uppáhalds jólamynd? The Grinch er svo ógeðslega boring svar en ég elskaði að horfa á hana með pabba þegar ég var lítil. Ég á svo góðar minningar svo ég verð að segja það. Það er ekki eins og Love actually væri eitthvað skárra svar, eða The Holiday? Elf var samt rosaleg á sínum tíma. Ég elska grín og rómantík um jólin.
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Mest lesið Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Jóladagatal Vísis: Skyrglíma Nilla við Þórunni Antoníu og Guðrúnu Margréti Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól