Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Leikföng liggja meðal braks eftir loftárás Ísraela við Muwassi flóttamannabúðirnar nærri Khan Younis á Gasa í morgun. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa lést að minnsta kosti 21 í árásinni. vísir/AP Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda. Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira