Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 18:54 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og nýkjörinn þingmaður. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira