Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 14:15 „Mig þyrstir, mig þyrstir,“ hóf Halldór á að segja í beinni útsendingu á Stöð 2. Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár. „Það er verið að krossfesta mig hérna og ég vil bara að allir viti að ég er sá listamaður sem vorkennir sér mest í þessu máli, að missa af listamannalaunum,“ sagði Halldór við Elínu Margréti Böðvarsdóttur fréttakonu Stöðvar 2. Rétt um 250 af þeim 1300 sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóði listamanna á næsta ári og hefur vakið mikla athygli hvaða listamenn hafa fengið úthlutun og hverjir ekki. „Hugmyndin er að ef krossfestingin gengur vel þá mun ég rísa hér upp sem markaðshyggjuhöfundur, sem höfundur á frjálsum markaði og gangist algjörlega kapítalistamönnum á hönd,“ sagði Halldór Armand á Stöð 2 í gær. Hann gaf út bók sína Mikilvægt rusl fyrir þessi jól og seldi að sjálfsögðu eintök á Röntgen í gærkvöldi. Heldurðu að þú þurfir kannski á næsta ári að sækja um í sviðslistapottinn? „Ég mun auðvitað halda áfram að sækja um allt sem er í boði og reyna að komast aftur á ríkisspenann en kannski reyndar líður mér það vel í kapítalismanum hingað til að það getur vel verið að ég haldi mig bara þar,“ segir Halldór. Hann hefur þegar gert ráðstafanir. „Ég er að gefa út sjálfur nýju bókina mína þannig ég er búinn að gerast kapítalisti, kaupahéðinn og bókin mín er hér til sölu á þessum bar og í öllum helstu bókabúðum og hjá sjálfum mér. Þannig hann klæðir mig vel finnst mér kapítalisminn til þessa.“ Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5. desember 2024 08:21 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Það er verið að krossfesta mig hérna og ég vil bara að allir viti að ég er sá listamaður sem vorkennir sér mest í þessu máli, að missa af listamannalaunum,“ sagði Halldór við Elínu Margréti Böðvarsdóttur fréttakonu Stöðvar 2. Rétt um 250 af þeim 1300 sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóði listamanna á næsta ári og hefur vakið mikla athygli hvaða listamenn hafa fengið úthlutun og hverjir ekki. „Hugmyndin er að ef krossfestingin gengur vel þá mun ég rísa hér upp sem markaðshyggjuhöfundur, sem höfundur á frjálsum markaði og gangist algjörlega kapítalistamönnum á hönd,“ sagði Halldór Armand á Stöð 2 í gær. Hann gaf út bók sína Mikilvægt rusl fyrir þessi jól og seldi að sjálfsögðu eintök á Röntgen í gærkvöldi. Heldurðu að þú þurfir kannski á næsta ári að sækja um í sviðslistapottinn? „Ég mun auðvitað halda áfram að sækja um allt sem er í boði og reyna að komast aftur á ríkisspenann en kannski reyndar líður mér það vel í kapítalismanum hingað til að það getur vel verið að ég haldi mig bara þar,“ segir Halldór. Hann hefur þegar gert ráðstafanir. „Ég er að gefa út sjálfur nýju bókina mína þannig ég er búinn að gerast kapítalisti, kaupahéðinn og bókin mín er hér til sölu á þessum bar og í öllum helstu bókabúðum og hjá sjálfum mér. Þannig hann klæðir mig vel finnst mér kapítalisminn til þessa.“
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5. desember 2024 08:21 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5. desember 2024 08:21
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11