„Undanfarinn sólarhring hefur verið mjög slæmt veður sem hefur áhrif á óróamælingar og mjög mikil áhrif á skyggni,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hún segir að í gærmorgun hafi enn verið virkni í eldgosinu en að það sé nú verið að bíða eftir því að geta flogið dróna yfir til að staðfesta hvort það sé virkni eða ekki.
„Ef hún er þá er hún mjög lítil. Það gæti alveg verið dautt en við þurfum að fá staðfestingu á því með drónaflugi,“ segir Jóhanna Malen og að stefnt sé á drónaflug um hádegisbil í dag.
Eldgosið hófst um klukkan 23.14 þann 20. nóvember. Virkni hefur farið minnkaði síðustu daga, allt frá því fyrir helgi og landris hafið að nýju í Svartsengi.