Vonbetri eftir daginn í dag Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. desember 2024 17:43 Þorgerður Katrín segist bjartsýn eftir viðræður dagsins. Vísir/Vilhelm „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23