Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 12:22 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins. Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins.
Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira