Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 14:06 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg mætti í nýju verslunina og bauð forsvarsmenn hennar velkomna með verslunina á Selfoss. Hann er hér til vinstri með þeim Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa og Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi harðnar og harðnar því Nettó var að opna þar þúsund fermetra verslun en fyrir er Nettó með aðra verslun í bæjarfélaginu, auk þess að vera með Krambúð. Bónus og Krónan eru líka á Selfossi. Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira