Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 14:57 Sigurmyndin í keppninni. Eins og fram kemur í textanum að neðan hafði Bettina mikið fyrir því að ná myndinni. Mynd/Bettina Vass Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár. Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér. Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Menning Fleiri fréttir Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur“ Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Sjá meira
Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér.
Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Menning Fleiri fréttir Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur“ Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Sjá meira