Tugir milljóna króna beint til formanns FH Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2024 14:22 Viðar Halldórsson hefur verið formaður FH frá árinu 2008. Vísir/Arnar Um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Spurningar eru uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Knatthúsið Skessan var opnað með pompi og prakt á níutíu ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar í október árið 2019. Fyrir voru tvö önnur knatthús í Kaplakrika en tilkoma Skessunnar var sögð marka tímamót þar sem innan veggja hennar var að finna knattspyrnuvöll í fullri stærð. Hafnarfjarðarbær lagði 790 milljónir króna í framkvæmdina með kaupum á minni knatthýsum sem fyrir voru. „Í dag opnum við glæsilegasta og hagkvæmasta knatthús landsins. Aðdragandinn hefur tekið sinn tíma en með þrautseigju höfum við náð markmiðinu, Skessan er risin,“ hafði DV eftir Viðari Halldórssyni, formanni FH, við þetta tækifæri. Þrátt fyrir fullyrðingar formannsins um hagkvæmni leitast FH nú eftir því að Hafnarfjarðarbær kaupi Skessuna af félaginu vegna þungrar fjárhagsstöðu þess. Framkvæmdin fór verulega fram úr áætlun vegna viðbyggingar sem Hafnarfjarðarbær segir að FH hafi tekið einhliða ákvörðun um að reisa. Hluti framkvæmdarinnar var því fjármagnaður með lántöku sem FH á erfitt með að greiða af. Í tengslum við þessar umleitanir fékk bærinn ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til þess að fara ofan í saumana á meðferð fjármuna FH á byggingartíma knatthússins. Krefjast skýringa í kjölfar úttektar Í skýrslu sem Deloitte skilaði Hafnarfjarðarbæ í júní er bent á losarabrag á bókhaldi FH og 120-130 milljónir króna sem voru færðar til skuldar við knattspyrnudeild FH sem hefði mögulega ekki átt að telja allar til byggingarkostnaðar. Þar má einnig sjá að Viðar formaður þáði tugi milljóna króna fyrir aðkomu sína að framkvæmdinni og að greiðslur til tveggja fyrirtækja Jóns Rúnars Halldórssonar bróður hans, sem var áður formaður knattspyrnudeildar FH, hafi saman numið um þriðjungi heildarkostnaðar við Skessuna. Í heildina námu greiðslurnar til fyrirtækjanna tveggja og Viðars um fjörutíu prósentum af heildarkostnaði við framkvæmdina. Hafnarfjarðarbær sendi aðalstjórn FH fyrirspurn varðandi úttektina og óskaði eftir nánari upplýsingum um ákveðna þætti sem kröfðust frekari skýringa, að sögn Valdimars Víðissonar, formanns bæjarráðs. „Það eru ákveðnar athugasemdir og ábendingar sem koma fram frá bænum sem við óskum eftir skýrum svörum við sem við höfum sent á aðalstjórn FH. Við erum að tryggja að samkomulagið sé gert með það sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt í því sambandi,“ segir Valdimar um samkomulag sem bærinn vinnur að með FH um kaup á Skessunni. Skessan í Kaplakrika var fyrsta knatthús FH með knattspyrnuvelli í fullri stærð.Vísir/Vilhelm Fyrirspurn bæjarins telur átján spurningar, sem hver um sig skiptist í nokkra liði, og fimm blaðsíður. Þar er meðal annars óskað frekari skýringa á greiðslum til Viðars, fyrirtækis bróður hans og skuld við knattspyrnudeild sem var færð til bókar sem byggingarkostnaður og hvort að aðalstjórn FH hafi samþykkt þá gjörninga. Hafnarfjarðarbær hefur þegar greitt rúmar 283,3 milljónir króna til FH vegna Skessunnar í ár og í fyrra. Þær greiðslur eiga að renna upp í kaupin á knatthúsinu. Ákveðið var að FH byggði Skessuna sjálft með samkomulagi við Hafnarfjarðarbæ sumarið 2018. Áður hafði framkvæmdin farið í alútboð en öllum þremur tilboðum var hafnað. Þau námu öll rúmlega 1,1 milljarði króna. Samkvæmt samkomulagi FH og Hafnarfjarðarbæjar átti knatthúsið að kosta 790 milljónir króna og að vera að fullu fjármagnað með kaupum bæjarins á tveimur öðrum knatthúsum í Kaplakrika í eigu FH: Dvergnum og Risanum. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki áreiðanleg að mati forráðamanna FH sjálfra. Byggt hefði verið á gömlum upplýsingum og fjárhæðir í henni hefðu ekki verið vel ígrundaðar. Því segir Deloitte að öllum aðilum hefði verið mátt vera ljóst strax í upphafi að áætlunin væri of lág. Úr varð að framkvæmdin kostaði rúman 1,1 milljarð króna og fór 43 prósent fram úr upphaflegu kostnaðaráætluninni, 342 milljóna króna. Sú framúrkeyrsla skýrist þó að mestu leyti af því að eftir að framkvæmdin var hafin var ákveðið að bæta við viðbyggingu undir búningsherbergi. Hafnarfjarðarbær segir í fyrirspurn sinni til FH að ákvörðun um viðbygginguna hafi verið tekið að bænum forspurðum. Deloitte telur að raunkostnaðurinn hafi aukist um tvö og hálft til fjögur prósent án viðbyggingarinnar og þegar tekið var tillit til áætlaðra styrkja, gjafa og afslátta. Deloitte taldi það ekki verulegan kostnað umfram áætlun. Framkvæmdin var á endanum fjármögnuð með kaupum Hafnarfjarðarbæjar á eldri knatthúsunum auk skammtímalána hjá lánastofnunum, einstaklingum og lánardrottnum. Vafi um hvort 120-130 milljónir hafi verið hluti af byggingarkostnaðinum Deloitte bendir á að um 120-130 milljónir króna af byggingarkostnaði Skessunnar hafi verið færðar til bókar hjá aðalstjórn FH sem skuld við knattspyrnudeildina. Það hafi verið áætlaðir styrkir, afslættir og gjafir í formi vinnu eða efnis. Í einhverjum tilvikum hefði knattspyrnudeildin selt auglýsingar sem greitt hefði verið fyrir með efni sem hefði verið nýtt í byggingunnar Skessunnar sem eðlilegt væri að færa sem skuld við knattspyrnudeild. Hins vegar ættu styrkir, afslættir og gjafir sem væru veittar beint í byggingu knatthússins án aðkomu annarra að færast til lækkunar á kostnaði hjá aðalstjórn FH. Frá byggingu Skessunnar sumarið 2019.Vísir/Vilhelm Ráðgjafafyrirtækið sagði í skýrslu sinni að skoða þyrfti hvort einhver hluti þessa kostnaðar teldist í raun til byggingarkostnaðar og þar af leiðandi ekki sem hluti af fjármögnun Skessunnar. Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að þessi skuld við knattspyrnudeildina sé á meðal þess sem bærinn hafi spurt aðalstjórn um í fyrirspurn sem var send eftir að skýrsla Deloitte lá fyrir í sumar. Erfitt var fyrir Deloitte að greiða úr samkrulli fjármála aðalstjórnar FH og knattspyrnudeildarinnar. Flestar greiðslur aðalstjórnarinnar til knattspyrnudeildarinnar voru í formi millifærslna í heilum tölum, þúsund eða milljónum króna, en ekki var hægt að sjá út frá bókhaldinu fyrir hvað aðalstjórnin greiddi nákvæmlega. Erfitt að rekja greiðslur og greina kostnað Þótt bygging Skessunnar færi töluvert fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun sem Deloitte taldi ennfremur að öllum hefði átt að vera ljóst að væri of lág strax í upphafi gerði ráðgjafarfyrirtækið ekki sérstakar athugasemdir við framúrkeyrsluna. Hins vegar benti fyrirtækið á ónákvæmni og óskipulag sem einkenndi bókhald aðalstjórnar FH í tengslum við framkvæmdina. Þannig töldu forsvarsmenn FH ekki ástæðu til þess að greina kostnað við framkvæmdina niður á einstaka liði í samræmi við kostnaðaráætlun sem lá fyrir við upphaf framkvæmdanna. Því hafi Deloitte reynst erfitt að greina nákvæmlega hvað tilheyrði hvaða lið. Til að bæta gráu ofan á svart var um fjórðungur kostnaðarins, um 270 milljónir króna, bókfærður beint á bankareikninga sem gerði ráðgjafarfyrirtækinu erfitt um vik að rekja færslur. Engin lýsing var á því hvað FH keypti, aðeins nafn seljanda, verktaka eða launþega. Jafnvel voru dæmi um færslur þar sem textalýsingar reyndust ekki réttar. Eftir að úttekt Deloitte hófst leiðrétti FH bókhald sitt fyrir árin 2019, 2020, 2021 og 2022. Bræðurnir Viðar og Jón Rúnar Halldórssynir hafa verið áhrifamiklir á Kaplakrika í gegnum tíðina. Viðar hefur verið formaður lengi og Jún Rúnar var áður formaður knattspyrnudeildar. Fyrirtæki Jóns Rúnars reisti einnig knatthúsin Risann og Dverginn sem sjást fyrir neðan og hægra megin við íþróttahúsið á myndinni. Skessan er fjærsta byggingin efst á myndinni.Vísir/Vilhelm Byggingarstjóri fékk ekkert en formaðurinn tugi milljóna Viðar formaður hélt utan um byggingarframkvæmdina og bókhaldið tengt henni. Þrátt fyrir að ekki væri gert ráð fyrir stjórnunarkostnaði í upphaflegri kostnaðaráætlun endaði hann í 73,5 milljónum króna þegar uppi var staðið. Greiðslur til Viðars námu 61 prósent kostnaðarliðarins, alls 33,1 milljón króna í verktakagreiðslur og 11,5 milljónir í eignfærð laun. Þá fékk Viðar 28,2 milljónir króna vegna viðbyggingarinnar. Þegar allt var talið námu greiðslur FH til Viðars formanns 72,8 milljónum króna í verktaka- og launagreiðslur vegna byggingar Skessunnar. Athygli vekur að Deloitte fann engin sjáanleg merki í bókhaldi FH um að Bjarni Bjarnason, skráður byggingarstjóri framkvæmdarinnar, hefði fengið greidd laun þrátt fyrir að aðalstjórn FH hefði bókfært sérstaklega áætluð laun byggingarstjóra sem skuld við knattspyrnudeild FH. Bróðir formannsins stærsti þjónustuaðilinn Stærsti einstaki þjónustuaðili framkvæmdarinnar var Besta hús ehf. en það flutti inn burðarvirki knatthússins í gegnum finnska fyrirtækið Best hall. Jón Rúnar Halldórsson, bróðir Viðars og fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, er eigandi Besta húss og umboðsmaður Best hall á Íslandi. Samkvæmt samningi við FH átti Besta hús að fá rúmar 314 milljónir króna greiddar fyrir framkvæmdina. Burðarvirki knatthússins var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn og sá sem fór mest fram úr áætlunum, um tæpar 87,6 milljónir króna. Jón Rúnar Halldórsson var formaður knattspyrnudeildar FH frá 2005 til 2019.Vísir/ArnarHalldórsson Á endanum greiddi FH Besta húsi 349,2 milljónir króna vegna byggingarinnar. Við þær bættust svo 43 milljónir króna sem voru færðar sem skuld aðalstjórnar FH við Besta hús en á móti var skuld hennar við knattspyrnudeild lækkuð á móti. Alls fékk Besta hús þannig 393 milljónir króna frá FH. Þessu til viðbótar greiddi FH Best hall 31,9 milljónir króna. Af heildarkostnaði við Skessuna námu greiðslur til Besta húss, Best hall og Viðars formanns tæpum 454 milljónum króna, um 40,6 prósentum. Bent er á í skýrslunni að á sama tíma og Besta hús fékk hátt í fjögur hundruð milljónir krónar greiddar frá FH hafi fyrirtækið gefið upp tekjur upp á 99 milljónir króna í ársreikningum sínum fyrir árin 2018 til 2022. Segir greiðslunar til Viðars ná yfir tíu ára tímabil Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Davíð Þór Viðarsson, framkvæmdastjóri og yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, að félagið sé ekki sammála Deloitte um að ekki hefði verið rétt að færa skuldir aðalstjórnar við knattspyrnudeildina sem hluta af byggingarkostnaði. Davíð Þór er sonur Viðars formanns. Knattspyrnudeildin hafi getað boðið velunnurum félagsins sem gerðu því kleift að byggja Skessuna ódýrar en verktakar sem tóku þátt í útboði auglýsingar á móti. Alltaf hefði verið ljóst að Best hall framleiddi og setti upp ytra byrði knatthússins. Það hafi legið fyrir allan tímann frá því að FH og Hafnarfjarðarbær gerðu samkomulag um að FH sæi um framkvæmdina aðkomu Best hall og Besta húss. „Eðli málsins samkvæmt“ hefði Viðar formaður tekið þátt í þeirri ákvörðun. Félagið hafi talið óþarfa að halda utan um byggingarkostnaðinn eftir þeim kostnaðarliðum sem lagt var upp með í kostnaðaráætlun. Það hafi talið nóg að halda utan um kostnað við knatthúsið sjálft annars vegar og viðbygginguna hins vegar. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann er jafnframt sonur Viðars Halldórssonar formanns.Vísir Varðandi meira en sjötíu milljóna króna greiðslurnar til Viðars formanns segir í svarinu að þær hafi náð yfir tíu ára tímabil frá 2015 til 2024. Þær hafi verið vegna vinnu Viðars sem verkefnastjóra við byggingu Skessunnar. Upphæðin jafngildi að meðaltali 600.000 þúsund króna greiðslu á mánuði, eða 7,3 milljónum á ári. Það hafi verið framkvæmdastjórn FH sem lagði það til við aðalstjórn að Viðar yrði ráðinn verkefnastjóri þegar miklar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum á Kaplakrikasvæðinu árið 2014. Aðalstjórn hafi samþykkt það í ljósi mikillar reynslu hans af framkvæmdum og þekkingu á innviðum félagsins. Hún hafi ennfremur samþykkt að greiða honum fyrir í ljósi þess að ekki væri um hefðbundin formannsstörf að ræða. Engar upplýsingar eru að finna um framkvæmdastjórn FH á vefsíðu félagsins. Gert hafi verið ráð fyrir stjórnunarkostnaði í upphaflegi kostnaðaráætlun en hann hafi dreifst á níu kostnaðarliði en ekki verið sérliður. Þá er fullyrt í svarinu að Bjarni byggingarstjóri hafi sinnt sínu hlutverk og rúmlega það. Hann hafi aftur á móti ákveðið að gefa eftir sína greiðslu sem styrk til knattspyrnudeildarinnar. Taka jákvætt í drög að samkomulagi um kaup bæjarins á Skessunni Samkomulag um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni var tekið fyrir í bæjarráði á fimmtudag. Í fundargerð þess kemur fram að ráðið hafi tekið jákvætt í fyrirliggjandi drög og falið bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. Valdimar, formaður bæjarráðs og væntanlegur bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir Vísi að stefna bæjarins sé að hann eigi íþróttahúsnæði í bænum. Alltaf hafi staðið til að samtal ætti sér stað við FH um kaup á Skessunni. Það samtal hafi hafist fyrr en áætlað var vegna fjárhagsstöðu íþróttafélagsins. Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs og verðandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Við teljum okkur geta staðið að ákveðnu samkomulagi á ákveðnum grunni sem við teljum okkur geta verið sátt um þannig að bærinn eignist húsið,“ segir hann. Það breyti því ekki að bærinn vilji svör við þeim spurningum sem hann hafi sent FH fljótlega eftir að Deloitte skilaði skýrslunni. Fréttastofa hefur fyrirspurn bæjarins undir höndum sem hljóðar upp á átján spurningar og margar í nokkrum liðum. Valdimar segir einhver gögn hafa borist bænum síðan fyrirspurnin var send. „Við erum svo sem bara í samtali ennþá þannig að ég get ekki tjáð mig um nákvæmlega hvað er komið og hvað ekki. Það verður aðalstjórn FH í raun að svara fyrir,“ segir Valdimar. Í annarri úttekt sem Deloitte gerði á Skessunni fyrr á þessu ári kom fram að uppreiknaður raunkostnaður FH við framkvæmdirnar næmi rúmum einum og hálfum milljarði króna. Viðeigandi væri að sveitarfélagið liti til þess sem kaupverðs. FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Knatthúsið Skessan var opnað með pompi og prakt á níutíu ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar í október árið 2019. Fyrir voru tvö önnur knatthús í Kaplakrika en tilkoma Skessunnar var sögð marka tímamót þar sem innan veggja hennar var að finna knattspyrnuvöll í fullri stærð. Hafnarfjarðarbær lagði 790 milljónir króna í framkvæmdina með kaupum á minni knatthýsum sem fyrir voru. „Í dag opnum við glæsilegasta og hagkvæmasta knatthús landsins. Aðdragandinn hefur tekið sinn tíma en með þrautseigju höfum við náð markmiðinu, Skessan er risin,“ hafði DV eftir Viðari Halldórssyni, formanni FH, við þetta tækifæri. Þrátt fyrir fullyrðingar formannsins um hagkvæmni leitast FH nú eftir því að Hafnarfjarðarbær kaupi Skessuna af félaginu vegna þungrar fjárhagsstöðu þess. Framkvæmdin fór verulega fram úr áætlun vegna viðbyggingar sem Hafnarfjarðarbær segir að FH hafi tekið einhliða ákvörðun um að reisa. Hluti framkvæmdarinnar var því fjármagnaður með lántöku sem FH á erfitt með að greiða af. Í tengslum við þessar umleitanir fékk bærinn ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til þess að fara ofan í saumana á meðferð fjármuna FH á byggingartíma knatthússins. Krefjast skýringa í kjölfar úttektar Í skýrslu sem Deloitte skilaði Hafnarfjarðarbæ í júní er bent á losarabrag á bókhaldi FH og 120-130 milljónir króna sem voru færðar til skuldar við knattspyrnudeild FH sem hefði mögulega ekki átt að telja allar til byggingarkostnaðar. Þar má einnig sjá að Viðar formaður þáði tugi milljóna króna fyrir aðkomu sína að framkvæmdinni og að greiðslur til tveggja fyrirtækja Jóns Rúnars Halldórssonar bróður hans, sem var áður formaður knattspyrnudeildar FH, hafi saman numið um þriðjungi heildarkostnaðar við Skessuna. Í heildina námu greiðslurnar til fyrirtækjanna tveggja og Viðars um fjörutíu prósentum af heildarkostnaði við framkvæmdina. Hafnarfjarðarbær sendi aðalstjórn FH fyrirspurn varðandi úttektina og óskaði eftir nánari upplýsingum um ákveðna þætti sem kröfðust frekari skýringa, að sögn Valdimars Víðissonar, formanns bæjarráðs. „Það eru ákveðnar athugasemdir og ábendingar sem koma fram frá bænum sem við óskum eftir skýrum svörum við sem við höfum sent á aðalstjórn FH. Við erum að tryggja að samkomulagið sé gert með það sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt í því sambandi,“ segir Valdimar um samkomulag sem bærinn vinnur að með FH um kaup á Skessunni. Skessan í Kaplakrika var fyrsta knatthús FH með knattspyrnuvelli í fullri stærð.Vísir/Vilhelm Fyrirspurn bæjarins telur átján spurningar, sem hver um sig skiptist í nokkra liði, og fimm blaðsíður. Þar er meðal annars óskað frekari skýringa á greiðslum til Viðars, fyrirtækis bróður hans og skuld við knattspyrnudeild sem var færð til bókar sem byggingarkostnaður og hvort að aðalstjórn FH hafi samþykkt þá gjörninga. Hafnarfjarðarbær hefur þegar greitt rúmar 283,3 milljónir króna til FH vegna Skessunnar í ár og í fyrra. Þær greiðslur eiga að renna upp í kaupin á knatthúsinu. Ákveðið var að FH byggði Skessuna sjálft með samkomulagi við Hafnarfjarðarbæ sumarið 2018. Áður hafði framkvæmdin farið í alútboð en öllum þremur tilboðum var hafnað. Þau námu öll rúmlega 1,1 milljarði króna. Samkvæmt samkomulagi FH og Hafnarfjarðarbæjar átti knatthúsið að kosta 790 milljónir króna og að vera að fullu fjármagnað með kaupum bæjarins á tveimur öðrum knatthúsum í Kaplakrika í eigu FH: Dvergnum og Risanum. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki áreiðanleg að mati forráðamanna FH sjálfra. Byggt hefði verið á gömlum upplýsingum og fjárhæðir í henni hefðu ekki verið vel ígrundaðar. Því segir Deloitte að öllum aðilum hefði verið mátt vera ljóst strax í upphafi að áætlunin væri of lág. Úr varð að framkvæmdin kostaði rúman 1,1 milljarð króna og fór 43 prósent fram úr upphaflegu kostnaðaráætluninni, 342 milljóna króna. Sú framúrkeyrsla skýrist þó að mestu leyti af því að eftir að framkvæmdin var hafin var ákveðið að bæta við viðbyggingu undir búningsherbergi. Hafnarfjarðarbær segir í fyrirspurn sinni til FH að ákvörðun um viðbygginguna hafi verið tekið að bænum forspurðum. Deloitte telur að raunkostnaðurinn hafi aukist um tvö og hálft til fjögur prósent án viðbyggingarinnar og þegar tekið var tillit til áætlaðra styrkja, gjafa og afslátta. Deloitte taldi það ekki verulegan kostnað umfram áætlun. Framkvæmdin var á endanum fjármögnuð með kaupum Hafnarfjarðarbæjar á eldri knatthúsunum auk skammtímalána hjá lánastofnunum, einstaklingum og lánardrottnum. Vafi um hvort 120-130 milljónir hafi verið hluti af byggingarkostnaðinum Deloitte bendir á að um 120-130 milljónir króna af byggingarkostnaði Skessunnar hafi verið færðar til bókar hjá aðalstjórn FH sem skuld við knattspyrnudeildina. Það hafi verið áætlaðir styrkir, afslættir og gjafir í formi vinnu eða efnis. Í einhverjum tilvikum hefði knattspyrnudeildin selt auglýsingar sem greitt hefði verið fyrir með efni sem hefði verið nýtt í byggingunnar Skessunnar sem eðlilegt væri að færa sem skuld við knattspyrnudeild. Hins vegar ættu styrkir, afslættir og gjafir sem væru veittar beint í byggingu knatthússins án aðkomu annarra að færast til lækkunar á kostnaði hjá aðalstjórn FH. Frá byggingu Skessunnar sumarið 2019.Vísir/Vilhelm Ráðgjafafyrirtækið sagði í skýrslu sinni að skoða þyrfti hvort einhver hluti þessa kostnaðar teldist í raun til byggingarkostnaðar og þar af leiðandi ekki sem hluti af fjármögnun Skessunnar. Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að þessi skuld við knattspyrnudeildina sé á meðal þess sem bærinn hafi spurt aðalstjórn um í fyrirspurn sem var send eftir að skýrsla Deloitte lá fyrir í sumar. Erfitt var fyrir Deloitte að greiða úr samkrulli fjármála aðalstjórnar FH og knattspyrnudeildarinnar. Flestar greiðslur aðalstjórnarinnar til knattspyrnudeildarinnar voru í formi millifærslna í heilum tölum, þúsund eða milljónum króna, en ekki var hægt að sjá út frá bókhaldinu fyrir hvað aðalstjórnin greiddi nákvæmlega. Erfitt að rekja greiðslur og greina kostnað Þótt bygging Skessunnar færi töluvert fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun sem Deloitte taldi ennfremur að öllum hefði átt að vera ljóst að væri of lág strax í upphafi gerði ráðgjafarfyrirtækið ekki sérstakar athugasemdir við framúrkeyrsluna. Hins vegar benti fyrirtækið á ónákvæmni og óskipulag sem einkenndi bókhald aðalstjórnar FH í tengslum við framkvæmdina. Þannig töldu forsvarsmenn FH ekki ástæðu til þess að greina kostnað við framkvæmdina niður á einstaka liði í samræmi við kostnaðaráætlun sem lá fyrir við upphaf framkvæmdanna. Því hafi Deloitte reynst erfitt að greina nákvæmlega hvað tilheyrði hvaða lið. Til að bæta gráu ofan á svart var um fjórðungur kostnaðarins, um 270 milljónir króna, bókfærður beint á bankareikninga sem gerði ráðgjafarfyrirtækinu erfitt um vik að rekja færslur. Engin lýsing var á því hvað FH keypti, aðeins nafn seljanda, verktaka eða launþega. Jafnvel voru dæmi um færslur þar sem textalýsingar reyndust ekki réttar. Eftir að úttekt Deloitte hófst leiðrétti FH bókhald sitt fyrir árin 2019, 2020, 2021 og 2022. Bræðurnir Viðar og Jón Rúnar Halldórssynir hafa verið áhrifamiklir á Kaplakrika í gegnum tíðina. Viðar hefur verið formaður lengi og Jún Rúnar var áður formaður knattspyrnudeildar. Fyrirtæki Jóns Rúnars reisti einnig knatthúsin Risann og Dverginn sem sjást fyrir neðan og hægra megin við íþróttahúsið á myndinni. Skessan er fjærsta byggingin efst á myndinni.Vísir/Vilhelm Byggingarstjóri fékk ekkert en formaðurinn tugi milljóna Viðar formaður hélt utan um byggingarframkvæmdina og bókhaldið tengt henni. Þrátt fyrir að ekki væri gert ráð fyrir stjórnunarkostnaði í upphaflegri kostnaðaráætlun endaði hann í 73,5 milljónum króna þegar uppi var staðið. Greiðslur til Viðars námu 61 prósent kostnaðarliðarins, alls 33,1 milljón króna í verktakagreiðslur og 11,5 milljónir í eignfærð laun. Þá fékk Viðar 28,2 milljónir króna vegna viðbyggingarinnar. Þegar allt var talið námu greiðslur FH til Viðars formanns 72,8 milljónum króna í verktaka- og launagreiðslur vegna byggingar Skessunnar. Athygli vekur að Deloitte fann engin sjáanleg merki í bókhaldi FH um að Bjarni Bjarnason, skráður byggingarstjóri framkvæmdarinnar, hefði fengið greidd laun þrátt fyrir að aðalstjórn FH hefði bókfært sérstaklega áætluð laun byggingarstjóra sem skuld við knattspyrnudeild FH. Bróðir formannsins stærsti þjónustuaðilinn Stærsti einstaki þjónustuaðili framkvæmdarinnar var Besta hús ehf. en það flutti inn burðarvirki knatthússins í gegnum finnska fyrirtækið Best hall. Jón Rúnar Halldórsson, bróðir Viðars og fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, er eigandi Besta húss og umboðsmaður Best hall á Íslandi. Samkvæmt samningi við FH átti Besta hús að fá rúmar 314 milljónir króna greiddar fyrir framkvæmdina. Burðarvirki knatthússins var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn og sá sem fór mest fram úr áætlunum, um tæpar 87,6 milljónir króna. Jón Rúnar Halldórsson var formaður knattspyrnudeildar FH frá 2005 til 2019.Vísir/ArnarHalldórsson Á endanum greiddi FH Besta húsi 349,2 milljónir króna vegna byggingarinnar. Við þær bættust svo 43 milljónir króna sem voru færðar sem skuld aðalstjórnar FH við Besta hús en á móti var skuld hennar við knattspyrnudeild lækkuð á móti. Alls fékk Besta hús þannig 393 milljónir króna frá FH. Þessu til viðbótar greiddi FH Best hall 31,9 milljónir króna. Af heildarkostnaði við Skessuna námu greiðslur til Besta húss, Best hall og Viðars formanns tæpum 454 milljónum króna, um 40,6 prósentum. Bent er á í skýrslunni að á sama tíma og Besta hús fékk hátt í fjögur hundruð milljónir krónar greiddar frá FH hafi fyrirtækið gefið upp tekjur upp á 99 milljónir króna í ársreikningum sínum fyrir árin 2018 til 2022. Segir greiðslunar til Viðars ná yfir tíu ára tímabil Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Davíð Þór Viðarsson, framkvæmdastjóri og yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, að félagið sé ekki sammála Deloitte um að ekki hefði verið rétt að færa skuldir aðalstjórnar við knattspyrnudeildina sem hluta af byggingarkostnaði. Davíð Þór er sonur Viðars formanns. Knattspyrnudeildin hafi getað boðið velunnurum félagsins sem gerðu því kleift að byggja Skessuna ódýrar en verktakar sem tóku þátt í útboði auglýsingar á móti. Alltaf hefði verið ljóst að Best hall framleiddi og setti upp ytra byrði knatthússins. Það hafi legið fyrir allan tímann frá því að FH og Hafnarfjarðarbær gerðu samkomulag um að FH sæi um framkvæmdina aðkomu Best hall og Besta húss. „Eðli málsins samkvæmt“ hefði Viðar formaður tekið þátt í þeirri ákvörðun. Félagið hafi talið óþarfa að halda utan um byggingarkostnaðinn eftir þeim kostnaðarliðum sem lagt var upp með í kostnaðaráætlun. Það hafi talið nóg að halda utan um kostnað við knatthúsið sjálft annars vegar og viðbygginguna hins vegar. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann er jafnframt sonur Viðars Halldórssonar formanns.Vísir Varðandi meira en sjötíu milljóna króna greiðslurnar til Viðars formanns segir í svarinu að þær hafi náð yfir tíu ára tímabil frá 2015 til 2024. Þær hafi verið vegna vinnu Viðars sem verkefnastjóra við byggingu Skessunnar. Upphæðin jafngildi að meðaltali 600.000 þúsund króna greiðslu á mánuði, eða 7,3 milljónum á ári. Það hafi verið framkvæmdastjórn FH sem lagði það til við aðalstjórn að Viðar yrði ráðinn verkefnastjóri þegar miklar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum á Kaplakrikasvæðinu árið 2014. Aðalstjórn hafi samþykkt það í ljósi mikillar reynslu hans af framkvæmdum og þekkingu á innviðum félagsins. Hún hafi ennfremur samþykkt að greiða honum fyrir í ljósi þess að ekki væri um hefðbundin formannsstörf að ræða. Engar upplýsingar eru að finna um framkvæmdastjórn FH á vefsíðu félagsins. Gert hafi verið ráð fyrir stjórnunarkostnaði í upphaflegi kostnaðaráætlun en hann hafi dreifst á níu kostnaðarliði en ekki verið sérliður. Þá er fullyrt í svarinu að Bjarni byggingarstjóri hafi sinnt sínu hlutverk og rúmlega það. Hann hafi aftur á móti ákveðið að gefa eftir sína greiðslu sem styrk til knattspyrnudeildarinnar. Taka jákvætt í drög að samkomulagi um kaup bæjarins á Skessunni Samkomulag um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni var tekið fyrir í bæjarráði á fimmtudag. Í fundargerð þess kemur fram að ráðið hafi tekið jákvætt í fyrirliggjandi drög og falið bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. Valdimar, formaður bæjarráðs og væntanlegur bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir Vísi að stefna bæjarins sé að hann eigi íþróttahúsnæði í bænum. Alltaf hafi staðið til að samtal ætti sér stað við FH um kaup á Skessunni. Það samtal hafi hafist fyrr en áætlað var vegna fjárhagsstöðu íþróttafélagsins. Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs og verðandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Við teljum okkur geta staðið að ákveðnu samkomulagi á ákveðnum grunni sem við teljum okkur geta verið sátt um þannig að bærinn eignist húsið,“ segir hann. Það breyti því ekki að bærinn vilji svör við þeim spurningum sem hann hafi sent FH fljótlega eftir að Deloitte skilaði skýrslunni. Fréttastofa hefur fyrirspurn bæjarins undir höndum sem hljóðar upp á átján spurningar og margar í nokkrum liðum. Valdimar segir einhver gögn hafa borist bænum síðan fyrirspurnin var send. „Við erum svo sem bara í samtali ennþá þannig að ég get ekki tjáð mig um nákvæmlega hvað er komið og hvað ekki. Það verður aðalstjórn FH í raun að svara fyrir,“ segir Valdimar. Í annarri úttekt sem Deloitte gerði á Skessunni fyrr á þessu ári kom fram að uppreiknaður raunkostnaður FH við framkvæmdirnar næmi rúmum einum og hálfum milljarði króna. Viðeigandi væri að sveitarfélagið liti til þess sem kaupverðs.
Ákveðið var að FH byggði Skessuna sjálft með samkomulagi við Hafnarfjarðarbæ sumarið 2018. Áður hafði framkvæmdin farið í alútboð en öllum þremur tilboðum var hafnað. Þau námu öll rúmlega 1,1 milljarði króna. Samkvæmt samkomulagi FH og Hafnarfjarðarbæjar átti knatthúsið að kosta 790 milljónir króna og að vera að fullu fjármagnað með kaupum bæjarins á tveimur öðrum knatthúsum í Kaplakrika í eigu FH: Dvergnum og Risanum. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki áreiðanleg að mati forráðamanna FH sjálfra. Byggt hefði verið á gömlum upplýsingum og fjárhæðir í henni hefðu ekki verið vel ígrundaðar. Því segir Deloitte að öllum aðilum hefði verið mátt vera ljóst strax í upphafi að áætlunin væri of lág. Úr varð að framkvæmdin kostaði rúman 1,1 milljarð króna og fór 43 prósent fram úr upphaflegu kostnaðaráætluninni, 342 milljóna króna. Sú framúrkeyrsla skýrist þó að mestu leyti af því að eftir að framkvæmdin var hafin var ákveðið að bæta við viðbyggingu undir búningsherbergi. Hafnarfjarðarbær segir í fyrirspurn sinni til FH að ákvörðun um viðbygginguna hafi verið tekið að bænum forspurðum. Deloitte telur að raunkostnaðurinn hafi aukist um tvö og hálft til fjögur prósent án viðbyggingarinnar og þegar tekið var tillit til áætlaðra styrkja, gjafa og afslátta. Deloitte taldi það ekki verulegan kostnað umfram áætlun. Framkvæmdin var á endanum fjármögnuð með kaupum Hafnarfjarðarbæjar á eldri knatthúsunum auk skammtímalána hjá lánastofnunum, einstaklingum og lánardrottnum.
FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira