„Lágspennubókmenntir“ Forlagið 20. desember 2024 10:30 Guðmundur Andri Thorsson hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Synir himnasmiðs, en rúmur áratugur er síðan síðasta skáldsaga hans, Valeyrarvalsinn kom út. „Þetta er ekki hasarbók, þannig lagað, en ég hef kallað þetta „lágspennubókmenntir“,” segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, spurður hvort lesendur eigi von á testósterónbombu þegar þeir opna nýjustu bók hans Synir himnasmiðs, skáldsögu um tólf karlmenn. Karlarnir í sögunni eru ólíkir og á ýmsum aldri og fá lesendur innsýn inn í einn regnvotan dag í lífi þeirra, þar sem atvik dagsins vindast og bindast svo úr verður litríkur vefur. „Sagan er um karlmenn sem manneskjur, sem tilfinningaverur, ekki sem svona hugmyndadrumba eða víti til varnaðar. En þarna eru alveg spennuatriði. Það er fitjað upp á spurningum í byrjun sem er svo svarað í lokin, kannski misjafnlega skýrt. „Hver þeirra deyr?“ – „Missir þessi vinnuna og þarf hinn að reka hann og ef hann gerir það ekki, hvernig bregst sá þriðji við?“ „Nær þessi sambandi við æskuástina sína í dag?“ Og svona. Ég sé samfélagið fyrir mér sem risastórt net þar sem við tengjumst öll með einum eða öðrum hætti – sérsaklega íslenskt samfélag – og þessi bók endurspeglar það. Þetta er bók um sambönd karla, vináttu þeirra og ást og aðrar tilfinningar, þetta eru feðgar og bræður, vinir, óvinir, keppinautar, samherjar. Og samt er þetta ekkert síður bók um konurnar í lífi þeirra,” segir Guðmundur, sagan sé mannleg. „Ég vona að sem flestir lesendur geti tengt við þessa menn; ég gat það sjálfur að minnsta kosti á meðan ég skrifaði þetta. Stundum var ég gráti nær. Þeir eru ekki ég. Þetta eru ekki menn sem ég hef hitt eða á eftir að hitta þó að eitthvað smáræði rati auðvitað þarna inn af því sem maður hefur séð og heyrt um dagana. Úr þessu verð ég varla fiskverkandi eða smiður, fjármálaverkfræðingur, náttúrufræðingur, diplómat eða auglýsingakall. Ég sest bara niður og þeir lifna fyrir augunum á mér eins og á miðilsfundi,” segir Guðmundur. Sagnasveigur eins og Valeyrarvalsinn Synir himnasmiðs er fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug, sagnasveigur eins og Valeyrarvalsinn frá 2011 þar sem sköruðust einmitt sögur margra persóna, er það eins hér? „Já, svo sannarlega. Ein saga heldur áfram í annarri og endar svo í þriðju ... Nema Valeyrarvalsinn gerðist á þremur mínútum, á Jónsmessunótt – en í þessari eru teknar þrjár stikkprufur á einum apríldegi, kannski fyrsta vordegi ársins ... þrjár stikkprufur úr lífi þessara tólf einstaklinga, og sögur þeirra sagðar,“ útskýrir Guðmundur. Spurður hvort „enn ein karlabókin“, eins og hann hefur stundum kallað Syni himnasmiðs, eigi erindi í dag segir hann: „Kannski er þetta frekar fyrsta karlabókin? Ég held svona í alvöru að það sé alltaf þörf á bókum sem skoða mannlífið út frá nýjum vinklum. Ég er að reyna það. Karlmenn hafa frá örófi skrifað bækur um sig og útfrá sér en um leið látið eins og þeir séu að skrifa um mannlífið í heild. Ég geri ekkert slíkt tilkall. Mig langaði bara allt í einu að skrifa bók um karla sem væri ekki með allar klisjurnar og niðurdrepandi alhæfingarnar sem maður sér svo oft,“ segir hann. En hverskonar bækur les hann sjálfur? „Ég les allan fjandann, með alls konar bækur kringum mig, oft þjóðlegan fróðleik, ljóðabækur eða sagnfræði en yfirleitt eina „aðalbók“. Nú er það Heimskringla Snorra Sturlusonar sem ég hef ekki lesið síðan í skóla. Þar eru nú aldeilis alls konar flókin sambönd. En í aðra röndina algjör Marvel-mynd. Ég held upp á höfunda eins og Raymond Carver og Alice Munro, og hér á landi Halldór Stefánsson og Svövu Jakobsdóttur. Þetta er fólk sem inspírerar mig. En maður er auðvitað alltaf að reyna að skrifa bók sem hefur aldrei verið skrifuð áður. Til hvers annars að vera að þessu?“ Um höfundinn Guðmundur Andri er íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands. og hefur fengist við pistlaskrif í dagblöð og þáttagerð í útvarpi, ritstjórn bóka, þýðingar og tónlist, auk þess sem hann sinnti þingmennsku árin 2017-2021. Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra, Mín káta angist, kom út 1988 og þótti setja nýjan tón í íslenskar bókmenntir. Hann hefur síðan sent frá sér allmargar bækur og meðal þekktustu verka hans eru Íslenski draumurinn frá 1991, Íslandsförin 1996, Sæmd 2013 og minningabókin Og svo tjöllum við okkur í rallið 2015 þar sem Guðmundur Andri skrifar kringum ljósmyndir af föður sínum, Thor Vilhjálmssyni. Sú bók var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það var líka sagnasveigurinn Valeyrarvalsinn frá 2011 sem gerist á tveimur mínútum á Jónsmessu í íslensku sjávarplássi og hefur komið út víða um lönd, meðal annars Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Noregi, Ungverjalandi,Danmörku og Ísrael. Nýjasta bók Guðmundar Andra er smáprósasafnið Rimsírams, 2022. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
Karlarnir í sögunni eru ólíkir og á ýmsum aldri og fá lesendur innsýn inn í einn regnvotan dag í lífi þeirra, þar sem atvik dagsins vindast og bindast svo úr verður litríkur vefur. „Sagan er um karlmenn sem manneskjur, sem tilfinningaverur, ekki sem svona hugmyndadrumba eða víti til varnaðar. En þarna eru alveg spennuatriði. Það er fitjað upp á spurningum í byrjun sem er svo svarað í lokin, kannski misjafnlega skýrt. „Hver þeirra deyr?“ – „Missir þessi vinnuna og þarf hinn að reka hann og ef hann gerir það ekki, hvernig bregst sá þriðji við?“ „Nær þessi sambandi við æskuástina sína í dag?“ Og svona. Ég sé samfélagið fyrir mér sem risastórt net þar sem við tengjumst öll með einum eða öðrum hætti – sérsaklega íslenskt samfélag – og þessi bók endurspeglar það. Þetta er bók um sambönd karla, vináttu þeirra og ást og aðrar tilfinningar, þetta eru feðgar og bræður, vinir, óvinir, keppinautar, samherjar. Og samt er þetta ekkert síður bók um konurnar í lífi þeirra,” segir Guðmundur, sagan sé mannleg. „Ég vona að sem flestir lesendur geti tengt við þessa menn; ég gat það sjálfur að minnsta kosti á meðan ég skrifaði þetta. Stundum var ég gráti nær. Þeir eru ekki ég. Þetta eru ekki menn sem ég hef hitt eða á eftir að hitta þó að eitthvað smáræði rati auðvitað þarna inn af því sem maður hefur séð og heyrt um dagana. Úr þessu verð ég varla fiskverkandi eða smiður, fjármálaverkfræðingur, náttúrufræðingur, diplómat eða auglýsingakall. Ég sest bara niður og þeir lifna fyrir augunum á mér eins og á miðilsfundi,” segir Guðmundur. Sagnasveigur eins og Valeyrarvalsinn Synir himnasmiðs er fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug, sagnasveigur eins og Valeyrarvalsinn frá 2011 þar sem sköruðust einmitt sögur margra persóna, er það eins hér? „Já, svo sannarlega. Ein saga heldur áfram í annarri og endar svo í þriðju ... Nema Valeyrarvalsinn gerðist á þremur mínútum, á Jónsmessunótt – en í þessari eru teknar þrjár stikkprufur á einum apríldegi, kannski fyrsta vordegi ársins ... þrjár stikkprufur úr lífi þessara tólf einstaklinga, og sögur þeirra sagðar,“ útskýrir Guðmundur. Spurður hvort „enn ein karlabókin“, eins og hann hefur stundum kallað Syni himnasmiðs, eigi erindi í dag segir hann: „Kannski er þetta frekar fyrsta karlabókin? Ég held svona í alvöru að það sé alltaf þörf á bókum sem skoða mannlífið út frá nýjum vinklum. Ég er að reyna það. Karlmenn hafa frá örófi skrifað bækur um sig og útfrá sér en um leið látið eins og þeir séu að skrifa um mannlífið í heild. Ég geri ekkert slíkt tilkall. Mig langaði bara allt í einu að skrifa bók um karla sem væri ekki með allar klisjurnar og niðurdrepandi alhæfingarnar sem maður sér svo oft,“ segir hann. En hverskonar bækur les hann sjálfur? „Ég les allan fjandann, með alls konar bækur kringum mig, oft þjóðlegan fróðleik, ljóðabækur eða sagnfræði en yfirleitt eina „aðalbók“. Nú er það Heimskringla Snorra Sturlusonar sem ég hef ekki lesið síðan í skóla. Þar eru nú aldeilis alls konar flókin sambönd. En í aðra röndina algjör Marvel-mynd. Ég held upp á höfunda eins og Raymond Carver og Alice Munro, og hér á landi Halldór Stefánsson og Svövu Jakobsdóttur. Þetta er fólk sem inspírerar mig. En maður er auðvitað alltaf að reyna að skrifa bók sem hefur aldrei verið skrifuð áður. Til hvers annars að vera að þessu?“ Um höfundinn Guðmundur Andri er íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands. og hefur fengist við pistlaskrif í dagblöð og þáttagerð í útvarpi, ritstjórn bóka, þýðingar og tónlist, auk þess sem hann sinnti þingmennsku árin 2017-2021. Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra, Mín káta angist, kom út 1988 og þótti setja nýjan tón í íslenskar bókmenntir. Hann hefur síðan sent frá sér allmargar bækur og meðal þekktustu verka hans eru Íslenski draumurinn frá 1991, Íslandsförin 1996, Sæmd 2013 og minningabókin Og svo tjöllum við okkur í rallið 2015 þar sem Guðmundur Andri skrifar kringum ljósmyndir af föður sínum, Thor Vilhjálmssyni. Sú bók var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það var líka sagnasveigurinn Valeyrarvalsinn frá 2011 sem gerist á tveimur mínútum á Jónsmessu í íslensku sjávarplássi og hefur komið út víða um lönd, meðal annars Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Noregi, Ungverjalandi,Danmörku og Ísrael. Nýjasta bók Guðmundar Andra er smáprósasafnið Rimsírams, 2022.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira