Farið verður ítarlega yfir atburðarás dagsins þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja var kynntur, starfstjórn Bjarna Benediktssonar var leyst frá störfum og Halla Tómasdóttir forseti Íslands undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra í nýrri ríkisstjórn, sem verða ellefu í stað tólf.
Þá segjum við frá því að minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30