Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 17:36 Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson hafa starfað saman um áratugaskeið en samstarfið hefur ekki gengið smurt fyrir sig upp á síðkastið. Vísir/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir að sögn ríkissaksóknara ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ríkissaksóknara í dag. Helgi er sagður óhæfur til að gegna embættinu með vísan til laga um hæfisskilyrði hæstaréttardómara þar sem kveðið er á um að viðkomandi megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði almennt að njóta. Þar af leiðandi telur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem varða meðferð ákæruvaldsins til Helga Magnúsar að því er fram kemur í tilkynningunni. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinu verkefni og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. „Ég sé ekki að það sé nein lagaleg forsenda fyrir þessari ákvörðun hennar. Ég er í starfi skipaður af ráðherra og það er ekki hennar að ákveða neitt um það,“ sagði Helgi. Ráðherra hafi þegar tekið til umfjöllunar öll þau sjónarmið um óviðeigandi tjáningu sem Sigríður byggi ákvörðun sína á og málið sé að hans mati eiginlega orðið að einelti. Þessu svarar Sigríður í tilkynningu á vef embættisins í dag með vísan í þær lagagreinar sem hún byggi ákvörðun sína á. „Samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal vararíkissaksóknari fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt. Í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla eru sett fram þau skilyrði sem hæstaréttardómari þarf að fullnægja og í 5. tölulið ákvæðisins er kveðið á um það hæfisskilyrði að viðkomandi hafi ekki sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta,” segir meðal annars í tilkynningunni. Þá eru málavextir raknir í grófum dráttum og vísað til bréfs dómsmálaráðherra til ríkissaksóknara frá því í september þar sem fram komi að ráðherra, sem þá var Guðrún Hafsteinsdóttir, geri ekki athugasemdir við þær efnislegu forsendur sem legið hafi til grundvallar við ákvörðun ríkissaksóknara um að áminna Helga Magnús vegna háttsemi sinnar utan starfs. „Það liggur fyrir að Helgi Magnús hefur rýrt það traust sem hann, og allir aðrir ákærendur, verða almennt að njóta enda kemur það skýrt fram í bréfi dómsmálaráðherra. Telur ríkissaksóknari þar með einsýnt að Helgi Magnús uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara,” segir ennfremur í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Tilkynning ríkissaksóknara í heild sinni „Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal vararíkissaksóknari fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt. Í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla eru sett fram þau skilyrði sem hæstaréttardómari þarf að fullnægja og í 5. tölulið ákvæðisins er kveðið á um það hæfisskilyrði að viðkomandi hafi ekki sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta. Ríkar kröfur eru gerðar til málsmeðferðar ákæruvaldshafa vegna réttaröryggissjónarmiða, sambærilegar og gerðar eru til málsmeðferðar dómara. Ákæruvaldið verður að njóta trausts og verður almenningur og aðilar sakamáls að geta treyst því að ákærendur leysi úr málum á hlutlægan hátt. Endurspeglast þetta í þeim áskilnaði sem gerður er til hæfis ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Í bréfi dómsmálaráðherra til ríkissaksóknara, dags. 9. september sl., kemur fram að ráðherra geri ekki athugasemdir við þær efnislegu forsendur sem lágu til grundvallar áminningu sem ríkissaksóknari veitti Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara þann 25. ágúst 2022. Í áminningarbréfinu kom fram að háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans hafi verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfinu. Hafi háttsemi hans varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu. Í áminningarbréfinu var vísað til þess að umfjöllun Helga Magnúsar, sem var tilefni áminningarinnar, væri til þess fallin að draga úr trausti til vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, en umfjöllunin beindist m.a. að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Í nefndu bréfi dómsmálráðherra er lýst því mati ráðherrans að ummæli Helga Magnúsar á árinu 2024, sem leiddu til þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til ráðherra, hafi ekki einungis verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur séu þau til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ríkissaksóknaraembættisins og ákæruvaldsins í heild. Í bréfinu er tiltekið að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá sé um ítrekaða háttsemi að ræða sem var jafnframt sama eðlis og Helgi Magnús var áminntur fyrir tveimur árum áður. Það liggur fyrir að Helgi Magnús hefur rýrt það traust sem hann, og allir aðrir ákærendur, verða almennt að njóta enda kemur það skýrt fram í bréfi dómsmálaráðherra. Telur ríkissaksóknari þar með einsýnt að Helgi Magnús uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Er í þessu sambandi vísað til 2. mgr., sbr. 1. mgr. 20. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2016 og 1. mgr. 25. gr. laga nr. 70/1996, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 50/2016. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008 ber ríkissaksóknari ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa. Með vísan til framangreindrar lagaskyldu og þeirrar afstöðu ríkissaksóknara að Helgi Magnús fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að gegna embætti vararíkissaksóknara telur ríkissaksóknari sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem varða meðferð ákæruvalds til Helga Magnúsar, hvað þá að fela honum þá ábyrgð að vera staðgengill ríkissaksóknara.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Þar af leiðandi telur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem varða meðferð ákæruvaldsins til Helga Magnúsar að því er fram kemur í tilkynningunni. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinu verkefni og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. „Ég sé ekki að það sé nein lagaleg forsenda fyrir þessari ákvörðun hennar. Ég er í starfi skipaður af ráðherra og það er ekki hennar að ákveða neitt um það,“ sagði Helgi. Ráðherra hafi þegar tekið til umfjöllunar öll þau sjónarmið um óviðeigandi tjáningu sem Sigríður byggi ákvörðun sína á og málið sé að hans mati eiginlega orðið að einelti. Þessu svarar Sigríður í tilkynningu á vef embættisins í dag með vísan í þær lagagreinar sem hún byggi ákvörðun sína á. „Samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal vararíkissaksóknari fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt. Í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla eru sett fram þau skilyrði sem hæstaréttardómari þarf að fullnægja og í 5. tölulið ákvæðisins er kveðið á um það hæfisskilyrði að viðkomandi hafi ekki sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta,” segir meðal annars í tilkynningunni. Þá eru málavextir raknir í grófum dráttum og vísað til bréfs dómsmálaráðherra til ríkissaksóknara frá því í september þar sem fram komi að ráðherra, sem þá var Guðrún Hafsteinsdóttir, geri ekki athugasemdir við þær efnislegu forsendur sem legið hafi til grundvallar við ákvörðun ríkissaksóknara um að áminna Helga Magnús vegna háttsemi sinnar utan starfs. „Það liggur fyrir að Helgi Magnús hefur rýrt það traust sem hann, og allir aðrir ákærendur, verða almennt að njóta enda kemur það skýrt fram í bréfi dómsmálaráðherra. Telur ríkissaksóknari þar með einsýnt að Helgi Magnús uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara,” segir ennfremur í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Tilkynning ríkissaksóknara í heild sinni „Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal vararíkissaksóknari fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt. Í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla eru sett fram þau skilyrði sem hæstaréttardómari þarf að fullnægja og í 5. tölulið ákvæðisins er kveðið á um það hæfisskilyrði að viðkomandi hafi ekki sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta. Ríkar kröfur eru gerðar til málsmeðferðar ákæruvaldshafa vegna réttaröryggissjónarmiða, sambærilegar og gerðar eru til málsmeðferðar dómara. Ákæruvaldið verður að njóta trausts og verður almenningur og aðilar sakamáls að geta treyst því að ákærendur leysi úr málum á hlutlægan hátt. Endurspeglast þetta í þeim áskilnaði sem gerður er til hæfis ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Í bréfi dómsmálaráðherra til ríkissaksóknara, dags. 9. september sl., kemur fram að ráðherra geri ekki athugasemdir við þær efnislegu forsendur sem lágu til grundvallar áminningu sem ríkissaksóknari veitti Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara þann 25. ágúst 2022. Í áminningarbréfinu kom fram að háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans hafi verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfinu. Hafi háttsemi hans varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu. Í áminningarbréfinu var vísað til þess að umfjöllun Helga Magnúsar, sem var tilefni áminningarinnar, væri til þess fallin að draga úr trausti til vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, en umfjöllunin beindist m.a. að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Í nefndu bréfi dómsmálráðherra er lýst því mati ráðherrans að ummæli Helga Magnúsar á árinu 2024, sem leiddu til þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til ráðherra, hafi ekki einungis verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur séu þau til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ríkissaksóknaraembættisins og ákæruvaldsins í heild. Í bréfinu er tiltekið að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá sé um ítrekaða háttsemi að ræða sem var jafnframt sama eðlis og Helgi Magnús var áminntur fyrir tveimur árum áður. Það liggur fyrir að Helgi Magnús hefur rýrt það traust sem hann, og allir aðrir ákærendur, verða almennt að njóta enda kemur það skýrt fram í bréfi dómsmálaráðherra. Telur ríkissaksóknari þar með einsýnt að Helgi Magnús uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Er í þessu sambandi vísað til 2. mgr., sbr. 1. mgr. 20. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2016 og 1. mgr. 25. gr. laga nr. 70/1996, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 50/2016. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008 ber ríkissaksóknari ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa. Með vísan til framangreindrar lagaskyldu og þeirrar afstöðu ríkissaksóknara að Helgi Magnús fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að gegna embætti vararíkissaksóknara telur ríkissaksóknari sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem varða meðferð ákæruvalds til Helga Magnúsar, hvað þá að fela honum þá ábyrgð að vera staðgengill ríkissaksóknara.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira