Innlent

Allt kapp lagt á að lands­menn komist heim fyrir jól

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld. vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Dómsmálaráðherra tjáir sig um ágreining hjá embætti ríkissaksóknara.

Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur og veður leyfir.

Gestir Múlakaffis sporðrenntu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá jólastemningunni í Miðbæ Reykjavíkur og sýnum frá árlegri Friðargöngu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×