Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 19:09 Maciej og fjölskylda hans. Foreldrar hans og þrettán ára systir urðu vitni að slysinu í ítalska bænum Nola. Elsta systirin bíður heimkomu fjölskyldu sinnar hér á Íslandi. úr einkasafni Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng. Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40