Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysiströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Við ræðum við slökkvistjóra um atvikið og hittum yfirlækni á bráðamóttöku sem hvetur fólk til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr á morgun.
Þá skoðum við nýja könnun Maskínu á vinsældum formanna stjórnmálaflokkanna og berum niðurstöðurnar undir prófessor í stjórnmálafræði. Við ræðum auk þess við veðurfræðing um spána fyrir gamlárskvöld, hittum markadrottinginu sem hugar nú að næstu skrefum og að loknum kvöldfréttum verður kíkt á bak við tjöldin hjá fréttastofunni í fréttannál dagsins.