„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:46 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Hulda Margrét „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira