Lífið

Tíu stiga frost stöðvaði ekki hug­rakka lands­menn

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hópur fólks skellti sér í sjósund á fyrsta degi ársins.
Hópur fólks skellti sér í sjósund á fyrsta degi ársins. vísir

Um fimmtíu hugrakkir landsmenn létu frostið ekki stoppa sig þegar þeir skelltu sér í sjósund í Hafnarfirði á þessum fyrsta degi ársins. 

Að köldu baðinu loknu yljuðu flestir sér í saunu sem fyrirtækið Trefjar lét koma fyrir á svæðinu. Hefð hefur skapast fyrir því, hjá hópi fólks, að stinga sér til sjósunds í byrjun árs og virtist tíu stiga frost ekki vera vandamál. Sundmenn báru sumir áramótahatta og stigu dansspor áður en þeir skelltu sér út í.

Sjón er sögu ríkar en sjá má sundferðina í spilaranum hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.