Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 19:25 Gabriel Martinelli fagnar marki sínu í leiknum. Vísir/Getty Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í sex stig eftir sigur á Brentford í fyrsta leik deildarinnar á nýju ári. Gabriel Jesus var áfram á skotskónum fyrir Skytturnar. Fyrir leikinn biðu íslenskir knattspyrnuáhugamenn spenntir eftir því hvort Hákon Rafn Valdimarsson yrði í marki Brentford í leiknum en Hákon Rafn kom inn af bekknum í leik Brentford og Brighton eftir að Hollendingurinn Mark Flekken meiddist. Flekken var hins vegar mættur aftur til leiks og Hákon Rafn settist því aftur á bekkinn. Our number one ✅@motorscouk | #BREARS pic.twitter.com/FkFQQKuA8j— Brentford FC (@BrentfordFC) January 1, 2025 Eftir ágæta byrjun Arsenal var það Bryan Mbuemo sem skoraði fyrsta markið í ensku úrvalsdeildinni árið 2025. Martin Ödegaard tapaði þá boltanum á miðjum vellinum og boltinn barst til Mbuemo úti á hægri katninum. Hann keyrði á Riccardo Calafiori og skoraði á nærstöngina framhjá David Raya í markinu. Skömmu síðar var Raya nálægt því að færa Brentford 2-0 forystu á silfurfati. Christian Nörgaard átti þá skot beint á Raya sem missti boltann einhvern veginn í gegnum hendurnar á sér. Raya var hins vegar fljótur að átta sig og náði að bjarga áður en boltinn fór yfir marklínuna. David Raya's mistake almost left Arsenal trailing 2-0... Only for them to go up the other end and score 59 seconds later! #BREARS pic.twitter.com/P4YD0NjhvH— Premier League (@premierleague) January 1, 2025 Arsenal sneri vörn í sókn eftir þetta atvik og aðeins 55 sekúndum síðar var Gabriel Jesus búinn að jafna metin. Thomas Partey átti þá skot sem Flekken varði beint út í teiginn. Þar var Jesus mættur, henti sér fram og skallaði boltann í markið. Sjötta mark Jesus í síðustu fjórum leikjum Arsenal en Flekken hefði líklega átt að gera mistök í markinu. Six goals in his last four games. Gabriel Jesus is back ♨️ pic.twitter.com/HIQhtepKeK— B/R Football (@brfootball) January 1, 2025 Staðan í hálfleik var 1-1 en á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiks gerði Arsenal út um leikinn. Fyrst skoraði Mikael Merino eftir hornspyrnu Arsenal en andstæðingar liðsins hafa átt í stökustu vandræðu með að verjast föstum leikatriðum Arsenalliðsins á tímabilinu. Aftur mátti setja spurningamerki við tilburði Mark Flekken í marki Brentford sem náði ekki að koma boltanum út úr teignum. Gabriel Martinelli skoraði síðan þriðja markið með góðu skoti úr teignum og Arsenal komið með þægilega forystu. Brentford ógnaði lítið eftir þetta. Arsenal spilaði skynsamlega og hægði á leiknum enda á liðið leik gegn Brighton á laugardaginn kemur. Lokatölur 3-1 og Arsenal komið aftur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er sex stigum á eftir Liverpool. Liverpool á leik til góða.
Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í sex stig eftir sigur á Brentford í fyrsta leik deildarinnar á nýju ári. Gabriel Jesus var áfram á skotskónum fyrir Skytturnar. Fyrir leikinn biðu íslenskir knattspyrnuáhugamenn spenntir eftir því hvort Hákon Rafn Valdimarsson yrði í marki Brentford í leiknum en Hákon Rafn kom inn af bekknum í leik Brentford og Brighton eftir að Hollendingurinn Mark Flekken meiddist. Flekken var hins vegar mættur aftur til leiks og Hákon Rafn settist því aftur á bekkinn. Our number one ✅@motorscouk | #BREARS pic.twitter.com/FkFQQKuA8j— Brentford FC (@BrentfordFC) January 1, 2025 Eftir ágæta byrjun Arsenal var það Bryan Mbuemo sem skoraði fyrsta markið í ensku úrvalsdeildinni árið 2025. Martin Ödegaard tapaði þá boltanum á miðjum vellinum og boltinn barst til Mbuemo úti á hægri katninum. Hann keyrði á Riccardo Calafiori og skoraði á nærstöngina framhjá David Raya í markinu. Skömmu síðar var Raya nálægt því að færa Brentford 2-0 forystu á silfurfati. Christian Nörgaard átti þá skot beint á Raya sem missti boltann einhvern veginn í gegnum hendurnar á sér. Raya var hins vegar fljótur að átta sig og náði að bjarga áður en boltinn fór yfir marklínuna. David Raya's mistake almost left Arsenal trailing 2-0... Only for them to go up the other end and score 59 seconds later! #BREARS pic.twitter.com/P4YD0NjhvH— Premier League (@premierleague) January 1, 2025 Arsenal sneri vörn í sókn eftir þetta atvik og aðeins 55 sekúndum síðar var Gabriel Jesus búinn að jafna metin. Thomas Partey átti þá skot sem Flekken varði beint út í teiginn. Þar var Jesus mættur, henti sér fram og skallaði boltann í markið. Sjötta mark Jesus í síðustu fjórum leikjum Arsenal en Flekken hefði líklega átt að gera mistök í markinu. Six goals in his last four games. Gabriel Jesus is back ♨️ pic.twitter.com/HIQhtepKeK— B/R Football (@brfootball) January 1, 2025 Staðan í hálfleik var 1-1 en á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiks gerði Arsenal út um leikinn. Fyrst skoraði Mikael Merino eftir hornspyrnu Arsenal en andstæðingar liðsins hafa átt í stökustu vandræðu með að verjast föstum leikatriðum Arsenalliðsins á tímabilinu. Aftur mátti setja spurningamerki við tilburði Mark Flekken í marki Brentford sem náði ekki að koma boltanum út úr teignum. Gabriel Martinelli skoraði síðan þriðja markið með góðu skoti úr teignum og Arsenal komið með þægilega forystu. Brentford ógnaði lítið eftir þetta. Arsenal spilaði skynsamlega og hægði á leiknum enda á liðið leik gegn Brighton á laugardaginn kemur. Lokatölur 3-1 og Arsenal komið aftur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er sex stigum á eftir Liverpool. Liverpool á leik til góða.