Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 14:30 Macus Rashford kom aftur inn í leikmannahóp Manchester United í síðasta leik en fékk ekkert að spila. Getty/Molly Darlington Marcus Rashford verður ekki í leikmannahópi Manchester United í leiknum við erkifjendurna í Liverpool á sunnudaginn. Rúben Amorim, stjóri United, segir að Rashford sé veikur. Amorim var með Rashford utan hóps í fjórum leikjum í desember en gaf honum svo sæti í hópnum í síðasta leik, gegn Newcastle, án þess þó að Rashford fengi svo að spila eina einustu mínútu. Þessi 27 ára enski leikmaður virðist því ekki eiga mikla framtíð á Old Trafford og svo gæti farið að hann yfirgefi United strax í þessu mánuði, á meðan að opið er fyrir félagaskipti. Það ku þó ekki ástæðan fyrir því að hann verður ekki með gegn Liverpool: „Í augnablikinu er hann lasinn. Hann er ekki að æfa og hann verður úr leik út þessa viku,“ sagði Amorim sem greindi hins vegar frá því að United væri að ná samkomulagi við Amad Diallo um nýjan samning, en samningur hans rennur út í sumar. Fernandes og Ugarte snúa aftur Bruno Fernandes og Manuel Ugarte eru klárir í slaginn með United á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann í tapleiknum gegn Newcastle. Varnarmennirnir Victor Lindelöf og Luke Shaw, og miðjumaðurinn Mason Mount, eru hins vegar allir úr leik vegna meiðsla. United er aðeins í 14. sæti úrvalsdeildarinnar, með helmingi færri stig en Liverpool sem er á toppnum. Þó að Arne Slot hafi sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að United ætti mjög mikið inni, þá bendir ekkert til annars en öruggs sigurs Liverpool á sunnudaginn. „Í fótbolta getur allt gerst,“ sagði Amorim í dag. „Í augnablikinu eru þeir betri en við en við getum unnið alla leiki. Við verðum að sleppa því að hugsa um samhengið og einbeita okkur að frammistöðunni. Við þurfum að bæta einföldu hlutina,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Amorim var með Rashford utan hóps í fjórum leikjum í desember en gaf honum svo sæti í hópnum í síðasta leik, gegn Newcastle, án þess þó að Rashford fengi svo að spila eina einustu mínútu. Þessi 27 ára enski leikmaður virðist því ekki eiga mikla framtíð á Old Trafford og svo gæti farið að hann yfirgefi United strax í þessu mánuði, á meðan að opið er fyrir félagaskipti. Það ku þó ekki ástæðan fyrir því að hann verður ekki með gegn Liverpool: „Í augnablikinu er hann lasinn. Hann er ekki að æfa og hann verður úr leik út þessa viku,“ sagði Amorim sem greindi hins vegar frá því að United væri að ná samkomulagi við Amad Diallo um nýjan samning, en samningur hans rennur út í sumar. Fernandes og Ugarte snúa aftur Bruno Fernandes og Manuel Ugarte eru klárir í slaginn með United á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann í tapleiknum gegn Newcastle. Varnarmennirnir Victor Lindelöf og Luke Shaw, og miðjumaðurinn Mason Mount, eru hins vegar allir úr leik vegna meiðsla. United er aðeins í 14. sæti úrvalsdeildarinnar, með helmingi færri stig en Liverpool sem er á toppnum. Þó að Arne Slot hafi sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að United ætti mjög mikið inni, þá bendir ekkert til annars en öruggs sigurs Liverpool á sunnudaginn. „Í fótbolta getur allt gerst,“ sagði Amorim í dag. „Í augnablikinu eru þeir betri en við en við getum unnið alla leiki. Við verðum að sleppa því að hugsa um samhengið og einbeita okkur að frammistöðunni. Við þurfum að bæta einföldu hlutina,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti