Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:00 Helga Rakel er tveggja drengja móðir og flugfreyja hjá Icelandair. „Það er varla hægt að lýsa því, gjörsamlega mögnuð og ég man að ég hugsaði í bæði skiptin: „I did it“ Algjör sigurtilfinning,“ segir Helga Rakel Ómarsdóttir, tveggja drengja móðir og flugfreyja hjá Icelandair, í viðtalsliðnum Móðurmál. Helga Rakel er þrítug Reykjavíkurmær búsett í Kópavogi ásamt sambýlismanni sínum, Andra Rúnari Bjarnasyni knattspyrnumanni. Saman eiga þau tvo drengi, þá Marinó sem er sex ára og Theodór sem er eins ár. Helga Rakel og Andri Rúnar hafa verið saman í sjö ár og hafa á þeim tíma búið saman víðs vegar um Evrópu vegna atvinnumannaferils Andra. Þar á meðal í Helsingborg í Svíþjóð þar sem frumburður parsins kom í heiminn árið 2019. Helgu til mikillar gleði tók íslensk ljósmóðir á móti Marinó litla. „Eftir þriðju vaktaskiptin á fæðingadeildinni kemur inn fyrir mikla tilviljun íslensk ljósmóðir sem var í sex vikna verknámi á Helsingsborgs lasarett. Ég fann fyrir ótrúlega miklu öryggi að heyra móðurmálið mitt og að geta talað við hana á íslensku. Hún endaði á að taka á móti honum rétt eftir að hún kom á vakt,“ segir Helga Rakel. Helga Rakel situr fyrir svörum í liðnum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Mjög blendnar tilfinningar og alveg gjörólíkar stundir. Fannst ég alls ekki tilbúin fyrst og leið eiginlega smá eins og ég væri ennþá bara unglingur, samt að verða 25 ára gömul. Það var ekki í boði neinn snemmsónar í Svíþjóð á þessum tíma og þegar ég var mætt í það sem átti að vera tólf vikna sónar kom í ljós að ég var gengin um átján vikur. Í seinna skiptið var ég miklu slakari yfir þessu öllu saman, enda annað barn alveg á planinu. Ég var búin að vera óvenju þreytt og keypti óléttupróf á Selfossi á leiðinni til Eyja, þar sem við vorum búsett, og fékk svo jákvætt próf á klósettinu í Herjólfi. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég barðist við mikla ógleði í bæði skiptin, alveg að átjándu viku sem varði frá morgni til kvölds. Á fyrri meðgöngunni lagðist ég nánast í dvala og svaf á öllum tímum sólarhringsins og vissi stundum ekki hvort ég væri að borða morgunmat eða kvöldmat. Það var önnur saga á seinni meðgöngunni þar sem ég var með þriggja ára orkubolta og því aðeins erfiðara að hvíla sig. Hann var á milli leikskóla vegna flutninga og því fóru dagarnir svolítið í það að lifa ógleðina og þreytuna af á meðan maður reyndi að hafa ofan af fyrir honum. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara ágætlega. Mér fannst það frekar erfitt fyrst en naut þess mun betur á seinni meðgöngunni að sjá stækkandi bumbu. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Reynslan mín hefur verið ótrúlega góð, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Ég var einstaklega heppin á seinni meðgöngunni með heimaljósmóður og í mæðraverndinni þar sem ég myndaði góðan vinskap við þær báðar. Mér þótti mjög vænt um það og var í kjölfarið auðveldara að spyrja spurninga sem manni fannst mögulega alveg fáránlegar en lágu manni samt á hjarta. Þær verða á speed dial ef þriðja barnið kemur. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Þegar við bjuggum í Svíþjóð og lifðum bíllausum lífstíl þurfti maðurinn minn að labba ágætis vegalengd niður á lestarstöð, nokkrum sinnum í viku, til að kaupa handa mér Subway- salat þar sem það var það eina sem ég hafði lyst á. Við getum sagt að hann hafi ekki hoppað hæð sína í hvert skipti, enda á krefjandi fótboltaæfingum alla daga og hver veitingastaðurinn á fætur öðrum í hverfinu okkar sem ég vildi ekki sjá. Á báðum meðgöngunum lifði ég mikið á morgunkorni og á síðustu metrunum, í bæði skiptin, rann svo á mig rosalegt appelsínu-æði að ég held að ég hafi borðað heilt appelsínutré á dag, ef það var appelsínuskortur í landinu á þessum tímum þá var það líklega mér að kenna. Síðan elskaði ég snúða og kleinuhringi en það er kannski ekkert endilega eitthvað óléttu-kreiv heldur bara partur af mataræðinu mínu, borðaði það bara í meira magni en vanalega! Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Fyrir utan það að það er mjög líkamlega krefjandi að ganga með barn þá fannst mér líka erfitt hvað maður getur einangrast. Ég er mikil félagsvera en þegar orkan og þolið fyrir utanaðkomandi áreiti fór minnkandi varð sófinn heima oft frekar fyrir valinu þegar vinirnir fóru út að skemmta sér. Fyrstu vikurnar voru mjög erfiðar og eiginlega í smá móki. Ég náði að fela það miklu betur í fyrra skiptið þar sem ég bjó erlendis. Á seinni meðgöngunni leið mér hræðilega að þurfa að koma með endalausar afsakanir fyrir hinu og þessu og var því gott að geta sagt mínum nánustu frá eftir fyrstu tólf vikurnar og spilaði þá óléttukortinu óspart! Síðan fannst mér mjög erfitt þegar ég hætti að passa í uppáhalds Samsö buxurnar mínar. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst lang skemmtilegast þegar ég byrjaði að finna hreyfingar og lítil spörk, þá varð það fyrst raunverulegt að það væri lítið barn að vaxa og dafna innra með mér. Mér finnst líka alltaf skemmtilegur partur af meðgöngunni að versla á lítil kríli. Ég var einum of dugleg að fjárfesta í litlum skópörum á strákana sem þeir fóru svo einu sinni eða aldrei í og safna bara ryki inn í skáp, enda algjör óþarfi að kaupa strigaskó á ungabarn. Entist stutt í bleyjulausum ungbarnatíma Varstu í mömmuhóp? Með eldri strákinn bjuggum við svolítið í ferðatösku vegna atvinnu mannsins míns og því erfitt að ná að festast í einhverjum hópum. Ég byrjaði í mömmuhittingum þegar við fluttum til Þýskalands þar sem við hittust með börnin í litlum leikfimissal þar sem þau áttu að vera „frjáls“ og leika sér bleyjulaus. Svo skriðu þau um og pissuðu út um allt eins og litlir hvolpar. Við áttum að fylgjast vel með okkar barni og þurrka upp eftir það með lítilli tusku sem maður fékk í byrjun tímans, fannst þetta vægast sagt skrítin upplifun og entist ekki mjög lengi. Með yngri strákinn minn var ég ekki í neinum mömmuklúbb en var svo heppin að besta vinkona mín eignaðist barn, guðdóttur mína, þremur mánuðum á undan mér og við eyddum við því miklum tíma saman í orlofinu á göngu úti með vagnana og hanga á kaffihúsum. Fannst þér það skipta máli að umgangast mæður sem voru á svipuðum stað? Já algjörlega. Ég er ótrúlega heppin að eiga margar vinkonur sem eru mjög samstíga mér í barneignum og eiga börn á svipuðum aldri og ég sem er gott að geta rætt við í þaula um allt sem tengist móðurhlutverkinu, gefið ráð og fengið ráð til baka. Svo er líka ótrúlega dýrmætt að sjá börnin sín og vinkvenna manns þróa fallega vináttu. Fengu þið að vita kynið? Já í bæði skiptin! Ég er það forvitin að ég var nánast búin að panta kynjasónarinn um leið og ég fékk jákvætt próf. Mér fannst ég líka mynda meiri tengingu við barnið eftir að ég fékk að vita kynið. Sigurtilfinning eftir að börnin komu í heiminn Hvernig gekk fæðingin? Þær hafa í bæði skiptin gengið mjög vel, báðar tóku að vísu arfalangan tíma svo ég held ég hafi klárað birgðir spítalanna af glaðlofti. Í fyrra skiptið var þetta orðið það langur tími að læknirinn kom inn með sogklukku sem átti að vera næsta skref. Ég var sjálf tekin með sogklukku og var með þetta fína keiluhöfuð í ágætan tíma eftir átökin. Frænka mín hafði prjónað þetta fallega heimferðasett fyrir mig sem ég ætlaði svo sannarlega að setja drenginn í. Tilhugsunin um að húfan kæmist ekki á hausinn á honum gaf mér mikinn auka kraft að klára þetta sjálf. Eftir seinni rembinginn mætti hann í heiminn án aðstoðar sogklukkunnar, þrátt fyrir læknirinn væri mættur með hana inn í herberbergið, heilbrigður og húfan smellpassaði! Ég er mjög heppin að eiga tvær mjög góðar fæðingar að baki þó þetta sé það erfiðasta sem ég hef gert. Allar konur sem hafa komið barni í heiminn, hvernig sem fæðingin er, eru HETJUR. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er varla hægt að lýsa því, gjörsamlega mögnuð, og ég man að ég hugsaði í bæði skiptin „i did it!!“ Algjör sigurtilfinning. Svo er auðvitað magnað að allt í einu er komin þarna lítil manneskja sem maður myndi gera allt fyrir, fórna öllu fyrir og elskar meira en allt í þessum heimi. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ætli það hafi ekki verið þessi klassíska: „Hvernig líður þér?“ og svo fylgdi: „Finnst þér ekki erfitt að standast rauðvínsglas?“ fast á eftir. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið í bæði skiptin ótrúlega vel en síðasti þriðjungur meðgöngunnar var mjög krefjandi. Ég var með mikið bakflæði og borðaði því Rennie eins og enginn var morgundagurinn, mikið af sveflausum nóttum og það eitt að fara upp nokkrar tröppur var eins og að hlaupa maraþon. Það var því mikill léttir og spenna að vera loksins komin heim með litla kraftaverkið í höndunum sem maður hafði beðið eftir svo lengi. Við tóku auðvitað enn fleiri svefnlausar nætur en gat þó snúið mér og sofið á maganum. Dýrmætast var þó að koma heim í seinna skiptið og kynna stóra bróður fyrir litla bróður, maður sá varla út um augun af gleðitárum. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér fannst það fyrst og hélt ég þyrfti að eiga allt en með seinna barn þá vissi ég nákvæmlega hvað hentaði mér og hvað ekki. Ég var ekkert að stressa mig á neinni hreiðurgerð og setti sjálf saman heilt barnarúm komin 38 vikur á leið. Það er auðvitað gott að geta fengið í láni og lánað á móti því oft kaupir maður hluti fyrir börnin sem þau nota ekki eða nota þá í stuttan tíma. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Við vorum sem betur fer mjög sammála og okkur langaði báðum að skíra út í bláinn. Við fengum okkur nafna-app og skrifuðum niður tvö nöfn sem okkur fannst falleg, og stóð valið á milli þeirra. Eldri strákurinn heitir fyrra nafninu, Marinó, svo það þurfti ekki einu sinni að ræða hvaða nafn hinn myndi fá. Rétt fyrir fæðinguna með seinni strákurinn sagði maðurinn minn við mig: „Er það ekki þá Theodór núna?“ Yngri strákurinn heitir það . Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að fara þá leið? Ég var mjög heppin með brjóstagjöf og allt gekk eins og í sögu í bæði skiptin, fyrir utan smá stálma fyrstu dagana. Báðir strákarnir voru á brjósti til að verða eins árs sem mér fannst ótrúlega dýrmætur tími. Með yngri strákinn minn ákvað ég snemma að venja hann á pela svo ég kæmist lengur frá í einu. Í bæði skiptin leið mér eins og ég væri í stofufangelsi fyrstu mánuðina þar sem þeir verða svo rosalega háðir manni. Ég man að ég var oft í kvíðakasti bara við það eitt að fara út í búð. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Ég ákvað að renna svolítið blint í sjóinn og vonaði bara það besta. Ég vildi ekki ofhugsa þetta neitt of mikið en fannst mjög gott að fá leiðbeiningar með öndunina í gegnum hríðarnar. Eldri drengurinn minn er fæddur í Svíþjóð og eftir þriðju vaktaskiptin á fæðingadeildinni kom inn fyrir mikla tilviljun íslensk ljósmóðir sem var í sex vikna verknámi á sjúkrahúsinu í Helsingsborg. Ég fann fyrir ótrúlega miklu öryggi að heyra móðurmálið mitt og að geta talað við hana á íslensku. En hún endaði á því að taka á móti honum rétt eftir að hún kom á vaktina. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Óléttan hefur þroskað okkur mikið en einnig sett mikið álag á sambandið. Það var erfitt fyrir mig að venjast líkamlegum breytingum á meðan makinn hélt áfram með sína venjulegu daglega rútínu, með vinnu, æfingum, áhugamálum og vinum. Í byrjun fann ég fyrir miklum biturleika oh reyndi að hugsa að þetta væri tímabil og minn tími myndi koma. Það er mjög mikilvægt að hlúa að sambandinu og reyna að eyða tíma saman án áreitis. Við höfum verið í fjarsambandi í tæplega ár vegna fótboltans, svo það er enn mikilvægara að nýta hverja mínútu þegar tækifæri gefst. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@stod2.is. Móðurmál Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Makamál Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Helga Rakel er þrítug Reykjavíkurmær búsett í Kópavogi ásamt sambýlismanni sínum, Andra Rúnari Bjarnasyni knattspyrnumanni. Saman eiga þau tvo drengi, þá Marinó sem er sex ára og Theodór sem er eins ár. Helga Rakel og Andri Rúnar hafa verið saman í sjö ár og hafa á þeim tíma búið saman víðs vegar um Evrópu vegna atvinnumannaferils Andra. Þar á meðal í Helsingborg í Svíþjóð þar sem frumburður parsins kom í heiminn árið 2019. Helgu til mikillar gleði tók íslensk ljósmóðir á móti Marinó litla. „Eftir þriðju vaktaskiptin á fæðingadeildinni kemur inn fyrir mikla tilviljun íslensk ljósmóðir sem var í sex vikna verknámi á Helsingsborgs lasarett. Ég fann fyrir ótrúlega miklu öryggi að heyra móðurmálið mitt og að geta talað við hana á íslensku. Hún endaði á að taka á móti honum rétt eftir að hún kom á vakt,“ segir Helga Rakel. Helga Rakel situr fyrir svörum í liðnum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Mjög blendnar tilfinningar og alveg gjörólíkar stundir. Fannst ég alls ekki tilbúin fyrst og leið eiginlega smá eins og ég væri ennþá bara unglingur, samt að verða 25 ára gömul. Það var ekki í boði neinn snemmsónar í Svíþjóð á þessum tíma og þegar ég var mætt í það sem átti að vera tólf vikna sónar kom í ljós að ég var gengin um átján vikur. Í seinna skiptið var ég miklu slakari yfir þessu öllu saman, enda annað barn alveg á planinu. Ég var búin að vera óvenju þreytt og keypti óléttupróf á Selfossi á leiðinni til Eyja, þar sem við vorum búsett, og fékk svo jákvætt próf á klósettinu í Herjólfi. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég barðist við mikla ógleði í bæði skiptin, alveg að átjándu viku sem varði frá morgni til kvölds. Á fyrri meðgöngunni lagðist ég nánast í dvala og svaf á öllum tímum sólarhringsins og vissi stundum ekki hvort ég væri að borða morgunmat eða kvöldmat. Það var önnur saga á seinni meðgöngunni þar sem ég var með þriggja ára orkubolta og því aðeins erfiðara að hvíla sig. Hann var á milli leikskóla vegna flutninga og því fóru dagarnir svolítið í það að lifa ógleðina og þreytuna af á meðan maður reyndi að hafa ofan af fyrir honum. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara ágætlega. Mér fannst það frekar erfitt fyrst en naut þess mun betur á seinni meðgöngunni að sjá stækkandi bumbu. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Reynslan mín hefur verið ótrúlega góð, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Ég var einstaklega heppin á seinni meðgöngunni með heimaljósmóður og í mæðraverndinni þar sem ég myndaði góðan vinskap við þær báðar. Mér þótti mjög vænt um það og var í kjölfarið auðveldara að spyrja spurninga sem manni fannst mögulega alveg fáránlegar en lágu manni samt á hjarta. Þær verða á speed dial ef þriðja barnið kemur. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Þegar við bjuggum í Svíþjóð og lifðum bíllausum lífstíl þurfti maðurinn minn að labba ágætis vegalengd niður á lestarstöð, nokkrum sinnum í viku, til að kaupa handa mér Subway- salat þar sem það var það eina sem ég hafði lyst á. Við getum sagt að hann hafi ekki hoppað hæð sína í hvert skipti, enda á krefjandi fótboltaæfingum alla daga og hver veitingastaðurinn á fætur öðrum í hverfinu okkar sem ég vildi ekki sjá. Á báðum meðgöngunum lifði ég mikið á morgunkorni og á síðustu metrunum, í bæði skiptin, rann svo á mig rosalegt appelsínu-æði að ég held að ég hafi borðað heilt appelsínutré á dag, ef það var appelsínuskortur í landinu á þessum tímum þá var það líklega mér að kenna. Síðan elskaði ég snúða og kleinuhringi en það er kannski ekkert endilega eitthvað óléttu-kreiv heldur bara partur af mataræðinu mínu, borðaði það bara í meira magni en vanalega! Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Fyrir utan það að það er mjög líkamlega krefjandi að ganga með barn þá fannst mér líka erfitt hvað maður getur einangrast. Ég er mikil félagsvera en þegar orkan og þolið fyrir utanaðkomandi áreiti fór minnkandi varð sófinn heima oft frekar fyrir valinu þegar vinirnir fóru út að skemmta sér. Fyrstu vikurnar voru mjög erfiðar og eiginlega í smá móki. Ég náði að fela það miklu betur í fyrra skiptið þar sem ég bjó erlendis. Á seinni meðgöngunni leið mér hræðilega að þurfa að koma með endalausar afsakanir fyrir hinu og þessu og var því gott að geta sagt mínum nánustu frá eftir fyrstu tólf vikurnar og spilaði þá óléttukortinu óspart! Síðan fannst mér mjög erfitt þegar ég hætti að passa í uppáhalds Samsö buxurnar mínar. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst lang skemmtilegast þegar ég byrjaði að finna hreyfingar og lítil spörk, þá varð það fyrst raunverulegt að það væri lítið barn að vaxa og dafna innra með mér. Mér finnst líka alltaf skemmtilegur partur af meðgöngunni að versla á lítil kríli. Ég var einum of dugleg að fjárfesta í litlum skópörum á strákana sem þeir fóru svo einu sinni eða aldrei í og safna bara ryki inn í skáp, enda algjör óþarfi að kaupa strigaskó á ungabarn. Entist stutt í bleyjulausum ungbarnatíma Varstu í mömmuhóp? Með eldri strákinn bjuggum við svolítið í ferðatösku vegna atvinnu mannsins míns og því erfitt að ná að festast í einhverjum hópum. Ég byrjaði í mömmuhittingum þegar við fluttum til Þýskalands þar sem við hittust með börnin í litlum leikfimissal þar sem þau áttu að vera „frjáls“ og leika sér bleyjulaus. Svo skriðu þau um og pissuðu út um allt eins og litlir hvolpar. Við áttum að fylgjast vel með okkar barni og þurrka upp eftir það með lítilli tusku sem maður fékk í byrjun tímans, fannst þetta vægast sagt skrítin upplifun og entist ekki mjög lengi. Með yngri strákinn minn var ég ekki í neinum mömmuklúbb en var svo heppin að besta vinkona mín eignaðist barn, guðdóttur mína, þremur mánuðum á undan mér og við eyddum við því miklum tíma saman í orlofinu á göngu úti með vagnana og hanga á kaffihúsum. Fannst þér það skipta máli að umgangast mæður sem voru á svipuðum stað? Já algjörlega. Ég er ótrúlega heppin að eiga margar vinkonur sem eru mjög samstíga mér í barneignum og eiga börn á svipuðum aldri og ég sem er gott að geta rætt við í þaula um allt sem tengist móðurhlutverkinu, gefið ráð og fengið ráð til baka. Svo er líka ótrúlega dýrmætt að sjá börnin sín og vinkvenna manns þróa fallega vináttu. Fengu þið að vita kynið? Já í bæði skiptin! Ég er það forvitin að ég var nánast búin að panta kynjasónarinn um leið og ég fékk jákvætt próf. Mér fannst ég líka mynda meiri tengingu við barnið eftir að ég fékk að vita kynið. Sigurtilfinning eftir að börnin komu í heiminn Hvernig gekk fæðingin? Þær hafa í bæði skiptin gengið mjög vel, báðar tóku að vísu arfalangan tíma svo ég held ég hafi klárað birgðir spítalanna af glaðlofti. Í fyrra skiptið var þetta orðið það langur tími að læknirinn kom inn með sogklukku sem átti að vera næsta skref. Ég var sjálf tekin með sogklukku og var með þetta fína keiluhöfuð í ágætan tíma eftir átökin. Frænka mín hafði prjónað þetta fallega heimferðasett fyrir mig sem ég ætlaði svo sannarlega að setja drenginn í. Tilhugsunin um að húfan kæmist ekki á hausinn á honum gaf mér mikinn auka kraft að klára þetta sjálf. Eftir seinni rembinginn mætti hann í heiminn án aðstoðar sogklukkunnar, þrátt fyrir læknirinn væri mættur með hana inn í herberbergið, heilbrigður og húfan smellpassaði! Ég er mjög heppin að eiga tvær mjög góðar fæðingar að baki þó þetta sé það erfiðasta sem ég hef gert. Allar konur sem hafa komið barni í heiminn, hvernig sem fæðingin er, eru HETJUR. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er varla hægt að lýsa því, gjörsamlega mögnuð, og ég man að ég hugsaði í bæði skiptin „i did it!!“ Algjör sigurtilfinning. Svo er auðvitað magnað að allt í einu er komin þarna lítil manneskja sem maður myndi gera allt fyrir, fórna öllu fyrir og elskar meira en allt í þessum heimi. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ætli það hafi ekki verið þessi klassíska: „Hvernig líður þér?“ og svo fylgdi: „Finnst þér ekki erfitt að standast rauðvínsglas?“ fast á eftir. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið í bæði skiptin ótrúlega vel en síðasti þriðjungur meðgöngunnar var mjög krefjandi. Ég var með mikið bakflæði og borðaði því Rennie eins og enginn var morgundagurinn, mikið af sveflausum nóttum og það eitt að fara upp nokkrar tröppur var eins og að hlaupa maraþon. Það var því mikill léttir og spenna að vera loksins komin heim með litla kraftaverkið í höndunum sem maður hafði beðið eftir svo lengi. Við tóku auðvitað enn fleiri svefnlausar nætur en gat þó snúið mér og sofið á maganum. Dýrmætast var þó að koma heim í seinna skiptið og kynna stóra bróður fyrir litla bróður, maður sá varla út um augun af gleðitárum. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér fannst það fyrst og hélt ég þyrfti að eiga allt en með seinna barn þá vissi ég nákvæmlega hvað hentaði mér og hvað ekki. Ég var ekkert að stressa mig á neinni hreiðurgerð og setti sjálf saman heilt barnarúm komin 38 vikur á leið. Það er auðvitað gott að geta fengið í láni og lánað á móti því oft kaupir maður hluti fyrir börnin sem þau nota ekki eða nota þá í stuttan tíma. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Við vorum sem betur fer mjög sammála og okkur langaði báðum að skíra út í bláinn. Við fengum okkur nafna-app og skrifuðum niður tvö nöfn sem okkur fannst falleg, og stóð valið á milli þeirra. Eldri strákurinn heitir fyrra nafninu, Marinó, svo það þurfti ekki einu sinni að ræða hvaða nafn hinn myndi fá. Rétt fyrir fæðinguna með seinni strákurinn sagði maðurinn minn við mig: „Er það ekki þá Theodór núna?“ Yngri strákurinn heitir það . Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að fara þá leið? Ég var mjög heppin með brjóstagjöf og allt gekk eins og í sögu í bæði skiptin, fyrir utan smá stálma fyrstu dagana. Báðir strákarnir voru á brjósti til að verða eins árs sem mér fannst ótrúlega dýrmætur tími. Með yngri strákinn minn ákvað ég snemma að venja hann á pela svo ég kæmist lengur frá í einu. Í bæði skiptin leið mér eins og ég væri í stofufangelsi fyrstu mánuðina þar sem þeir verða svo rosalega háðir manni. Ég man að ég var oft í kvíðakasti bara við það eitt að fara út í búð. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Ég ákvað að renna svolítið blint í sjóinn og vonaði bara það besta. Ég vildi ekki ofhugsa þetta neitt of mikið en fannst mjög gott að fá leiðbeiningar með öndunina í gegnum hríðarnar. Eldri drengurinn minn er fæddur í Svíþjóð og eftir þriðju vaktaskiptin á fæðingadeildinni kom inn fyrir mikla tilviljun íslensk ljósmóðir sem var í sex vikna verknámi á sjúkrahúsinu í Helsingsborg. Ég fann fyrir ótrúlega miklu öryggi að heyra móðurmálið mitt og að geta talað við hana á íslensku. En hún endaði á því að taka á móti honum rétt eftir að hún kom á vaktina. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Óléttan hefur þroskað okkur mikið en einnig sett mikið álag á sambandið. Það var erfitt fyrir mig að venjast líkamlegum breytingum á meðan makinn hélt áfram með sína venjulegu daglega rútínu, með vinnu, æfingum, áhugamálum og vinum. Í byrjun fann ég fyrir miklum biturleika oh reyndi að hugsa að þetta væri tímabil og minn tími myndi koma. Það er mjög mikilvægt að hlúa að sambandinu og reyna að eyða tíma saman án áreitis. Við höfum verið í fjarsambandi í tæplega ár vegna fótboltans, svo það er enn mikilvægara að nýta hverja mínútu þegar tækifæri gefst. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@stod2.is.
Móðurmál Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Makamál Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira