Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst.
Þá förum við yfir sögulega dómsuppkvaðningu yfir Donald Trump sem sett hefur verið á dagskrá í næstu viku og ræðum við forstöðumann Hlíðarfjalls á Akureyri. Skíðasvæðið var loksins opnað í morgun í fyrsta sinn í vetur og er strax orðið pakkfullt.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.