Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2025 10:31 Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður kom að leitinni að fjölmörgum Súðvíkingum. Sólahringarnir í kringum flóðið hverfa aldrei úr minningu Halldórs. Þann 16. janúar árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á sjávarþorpið Súðavík. Heimildarmyndin Fjallið það öskrar var sýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára. Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára.
Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira