Þá verður fjallað um dóm sem féll í hérðasdómi Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem karlmaður var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu. Fimm menn til viðbótar, sem nauðguðu konunni að áeggjan mannsins, voru ekki ákærðir í málinu þrátt fyrr að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar ræðir málið í beinni útsendingu.
Eldar brenna enn í Los Angeles og illa gengur að slökkva þá. Rafmagn hefur verið tekið af 35 þúsund heimilum til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni.
Þá rýnum við í píp-hljóð sem hefur angrað marga eigendur nýrra bíla. Ný og fleiri píp hafa bæst í flóruna, til dæmis þegar ekið er yfir hámarkshraða. Ómögulegt er að slökkva á hljóðmerkinu varanlega.
Og við heimsækjum tvo kiðlinga sem komu í heiminn á dögunum.