Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Við förum yfir hrikalega stöðu Vestanhafs og heyrum í dönskum fjölskylduföður sem er á meðal þeirra fjölmörgu sem hafa tapað aleigunni.
Þá fer Heimir Már Pétursson yfir stöðuna í pólitíkinni og ræðir við framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem segir alvarlegt að atkvæði hafi ekki skilað sér til talningar. Við fylgjumst einnig með fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem ákvað í dag að landsfundi yrði ekki frestað. Nýr formaður verður þar með kjörinn í lok febrúar.
Við verðum einnig í beinni frá prufum fyrir Hinsegin kórinn sem leitar logandi ljósi að fólki með bassarödd, heyrum í Frey Alexanderssyni sem er að taka við norska úrvalsdeildarliðinu Brann og í Íslandi í dag ræðir Sindri Sindrason við Þorstein J. um nýju þættina Séð og heyrt.