„Þetta skilgreinir þorpið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2025 12:17 Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir atburðina sitja djúpt í íbúum. vísir/samett Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa. Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa.
Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira