Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í hýbýlum sínum. Við hittum meindýraeyði sem segir útköllin í ár tvöfalt fleiri en í fyrra.
Mikið er í húfi í loðnuleit sem nú er að hefjast. Kristján Már Unnarsson verður í beinni frá Reykjavíkurhöfn og fer yfir málið.
Þá sjáum við myndir frá vatnavöxtum á Suðurlandi, greinum frá mögulegu tjóni vegna seinkunar á Hvammsvirkjun og verðum í beinni frá opnunarhófi franskrar kvikmyndahátíðar þar sem baráttufólki fyrir réttindum fatlaðra ætlar að fjölmenna.
Í Sportpakkanum heyrum við í nýjum landsliðsþjálfara og verðum í Zagreb þar sem Íslendingar mæta Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta í kvöld. Í Íslandi í dag hittir Vala Matt tvo lækna sem leggja nú áherslu á lífsstílstengda sjúkdóma og aðstoða þá sem þjást af þreytu og orkuleysi.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: