Innlent

Af­lýsa óvissustigi vegna Bárðar­bungu

Samúel Karl Ólason skrifar
Áfram verður fylgst með Bárðarbungu þó virkni hafi verið lítil frá því á mánudag.
Áfram verður fylgst með Bárðarbungu þó virkni hafi verið lítil frá því á mánudag. Vísir/RAX

Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Óvissustigi var lýst yfir á þriðjudaginn eftir töluverðar skjálftavirkni við Bárðarbungu degi áður en lítil virkni hefur greinst á svæðinu síðan þá.

Skjálftahrinan á mánudaginn var sú kröftugasta sem mælst hefur frá síðustu eldsumbrotum í Bárðarbungu frá 2014 til 2015.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sé útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp og að nokkur óvissa sé um hver þróunin verði. Áfram verði fylgst með svæðinu.


Tengdar fréttir

Lítil virkni frá hrinunni

Lítil jarðskjálftavirkni hefur mælst í Bárðarbungu síðan áköf jarðskjálftahrina varð þar í gærmorgun á milli klukkan 6 og 9. Stakur skjálfti 2,4 að stærð mældist klukkan 17:17 síðdegis í gær en annars hefur verið lítil skjálftavirkni. Þó er ekki útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp á næstunni.

Ró­legt við Bárðar­bungu

Rólegt var við Bárðarbungu í nótt en jarðskjálftahrina hófst þar í gærmorgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, mældist.

Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×