Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 18:05 Önnur flugbrautin er lokuð fyrir flugumferð. Vísir/Vilhelm Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda