Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2025 12:09 Friðrik Ólafsson er líklegast áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar. Vísir/RAX Friðrik Ólafsson, einn áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar verður heiðraður í Hörpu í dag á níræðisafmælisdaginn. Forseti Skáksambands Íslands segir Friðriki að þakka að skákin sé jafn vinsæl á Íslandi og raun ber vitni. Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og fagnar því níutíu ára afmæli í dag. Árið 1958 varð hann fyrsti stórmeistari okkar Íslendinga og átti hann eftir að vera einn sá besti í heiminum um árabil. Opið hús verður í Eyri í Hörpu klukkan fjögur þar sem Friðrik tekur á móti gestum á stórafmælinu. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ævina og þennan stóráfanga í vikunni. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir Friðrik einn þann merkilegasta í íslenskri skáksögu. „Án hans er ég ekkert viss um að skák hefði náð sömu hæðum á Íslandi. Án hans hefði einvígi aldarinnar líklegast aldrei verið haldið árið 1972 og án hans hefðu þessir sterku skákmenn sennilega aldrei komið upp í kjölfarið þannig hann er maðurinn sem skipti skáklífið á Íslandi í sögulegu gildi langmestu máli,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Margir átti sig ekki á því hversu öflugur Friðrik var við skákborðið. „Á sínum tíma þá var hann okkar helsta íþróttahetja, kannski ásamt Vilhjálmi Einarssyni. Hann komst á áskorunarmót sem þýddi að hann var á topp tíu listanum, hann vann Bobby Fischer tvisvar, hann vann Mikhail Tal tvisvar, vann Karpov þegar hann var heimsmeistari. Þannig hann var meðal allra bestu í heiminum,“ segir Gunnar. Friðrik er einn af níu forsetum Alþjóðaskáksambandsins í hundrað ára sögu þess. „Sem er ótrúlega merkilegt að maður frá svona litlu landi hafi náð þetta langt og hann hafði mikil áhrif. Þetta var í Kalda stríðinu og hann þurfti að standa í lappirnar gegn Rússunum og svoleiðis. Hann er líka stór í þeirri sögu,“ segir Gunnar. Tímamót Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og fagnar því níutíu ára afmæli í dag. Árið 1958 varð hann fyrsti stórmeistari okkar Íslendinga og átti hann eftir að vera einn sá besti í heiminum um árabil. Opið hús verður í Eyri í Hörpu klukkan fjögur þar sem Friðrik tekur á móti gestum á stórafmælinu. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ævina og þennan stóráfanga í vikunni. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir Friðrik einn þann merkilegasta í íslenskri skáksögu. „Án hans er ég ekkert viss um að skák hefði náð sömu hæðum á Íslandi. Án hans hefði einvígi aldarinnar líklegast aldrei verið haldið árið 1972 og án hans hefðu þessir sterku skákmenn sennilega aldrei komið upp í kjölfarið þannig hann er maðurinn sem skipti skáklífið á Íslandi í sögulegu gildi langmestu máli,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Margir átti sig ekki á því hversu öflugur Friðrik var við skákborðið. „Á sínum tíma þá var hann okkar helsta íþróttahetja, kannski ásamt Vilhjálmi Einarssyni. Hann komst á áskorunarmót sem þýddi að hann var á topp tíu listanum, hann vann Bobby Fischer tvisvar, hann vann Mikhail Tal tvisvar, vann Karpov þegar hann var heimsmeistari. Þannig hann var meðal allra bestu í heiminum,“ segir Gunnar. Friðrik er einn af níu forsetum Alþjóðaskáksambandsins í hundrað ára sögu þess. „Sem er ótrúlega merkilegt að maður frá svona litlu landi hafi náð þetta langt og hann hafði mikil áhrif. Þetta var í Kalda stríðinu og hann þurfti að standa í lappirnar gegn Rússunum og svoleiðis. Hann er líka stór í þeirri sögu,“ segir Gunnar.
Tímamót Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira