Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 10:32 Sara María er sannfærð um ágæti hugvíkkandi efna. Sara María Júlíudóttir fatahönnuður og meðferðaraðili segist enn vera að melta ferð inn í frumskóga Afríku, þar sem hún kláraði mastersnám í meðferð hugvíkkandi efna. Sara ræðir þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar en hún stendur í febrúar fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu. Hún vill opna umræðuna um hugvíkkandi efni og að Ísland taki fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu. „Mér finnst núorðið eiginlega krúttlegt þegar fólk talar um þetta sem fíkniefni. Það er eiginlega bara til marks um að þið vitið ekki hvað þið eruð að tala um. Fyrst fór þessi umræða mjög í taugarnar á mér og mér fannst sárt þegar fólk var að líkja þessu við neyslu á fíkniefnum. En svo áttaði ég mig á því að án reynslunnar er auðvitað ekki hægt að skilja hvað þetta er. Munurinn á þessum efnum annars vegar og fíkniefnum hins vegar er að hugvíkkandi efni færa mann nær sjálfum sér og láta mann mæta sjálfum sér á meðan fíkniefnin hjálpa manni að flýja sjálfan sig. Sum ferðalög á hugvíkkandi efnum geta verið með því erfiðasta sem fólk gerir í lífinu. Það er ekki eitthvað sem þú gerir í fíkn og neyslu.“ Trjábörkurinn Iboga Námið hjá Söru endaði í frumskógum Afríku, þar sem hún tók inn sterkasta hugvíkkandi efni heims. Trjábörkinn Iboga, sem finnst í Gabon og Kongó. „Ég var í Gabon í mars á síðasta ári, þar sem ég fór í gegnum svokallaða manndómsvígslu með innfæddum. Þar tók ég inn Iboga, sem er trjábörkur sem vex bæði í Gabon og Kongó og er eitt sterkasta hugvíkkandi efni jarðar. Ég var undir áhrifum af þessu í um 100 klukkustundir og er eiginlega enn að vinna úr þessarri reynslu. Ég fékk að sjá það svo innilega skýrt hvað við erum vernduð í hinum vestræna heimi og hvernig hjarta jarðarinnar er í raun í Afríku. Fyrsta er ég að labba frá húsinu þar sem við vorum og þá sé ég litla stelpu þar aleina grátandi í myrkrinu og ég tók hana með mér upp í hús og þá kom í ljós að hún bjó í öðru þorpi.“ Sara segir stúlkuna aldrei hefði getað gengið ein þarna inn um nóttina. Hún hafði bara verið skilin eftir. „Ég var með þessa stelpu hjá mér í nokkra daga og hún var eins og verndari yfir mér þarna. Hún hét Kasa þessi litla stelpa og þegar ég fór inn í vígsluna sjálfa sat Kasa litla úti í plaststól alla nóttina í rigningunni að bíða eftir mér. Ég braut mikið hugann um það hvernig ég gæti reynt að taka hana með mér heim til Íslands,” segir Sara María. Afríka hjarta jarðarinnar „Þetta ferðalag til Gabon er enn í vinnslu innra með mér þó að það sé liðið næstum ár síðan ég fór þangað. Ég er enn að melta það sem ég upplifði þarna. Ég fékk að sjá hvað lífið þarna er ríkt og þykkt og í raun hvað það er stutt á milli lífs og dauða. Hér á Íslandi er maður aðeins eins og hamstur í búri í algjöru öryggi. Ég vil ekki hljóma neikvæð, en það er nánast eins og maður sé í hamstrabúri hérna heima í öllu þessu öryggi og þá er ekki sjálfgefið að maður komist í snertingu við það sem lífið sannarlega er. Hvað er það að vera raunverulega lifandi? Ég fann innilega að Afríka er hjarta jarðarinnar og þar eru hlutirnir raunverulega upp á líf og dauða. Við erum ofvernduð á Íslandi án þess að sjá það og við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum það gott. Ef að maður forðast allt tengt dauðanum alla ævi og vill algjört öryggi er maður líka að missa af lífinu. Því lengra sem þú vilt upplifa af fegurð lífsins, því lengra þarftu að þora að stíga inn í skugga, myrkur og ótta.“ Sannfærð um að efnin séu bylting Sara segir að hægt og rólega sé að verða mikil opnun á Íslandi þegar kemur að öllu sem snýr að hugvíkkandi efnum. Að hennar sögn er mikið af löggæslu- og heilbrigðisstarfsfólki orðið mjög opið þegar kemur að hugvíkkandi efnum: „Hreint MDMA í réttum skömmtum ýtir undir samkennd hjá fólki, en svæfir árásargjarna hlutann í heilanum. Það er bara einföld staðreynd að ef fólk væri á réttum skömmtum af MDMA í miðbænum um helgar í staðinn fyrir áfengi, þá væru ekki hnífsstungur eða líkamsárásir. Ég fullyrði það. Auðvitað er það viðkvæm umræða að tala um skaðsemi áfengis af því að við notum það svo mörg og það er svo inngróið í samfélagið. En ef við horfum á það sem er að gerast í miðbænum um helgar hljótum við að geta verið sammála um að það sé ekki eðlilegt. Óorðið sem var komið á hugvíkkandi efni í langan tíma var ekki síst af því að fólk var að nota þessi efni á djamminu ofan í áfengi, amfetamín, kókaín og svefnleysi. Það mun auðvitað ekki enda vel. Ég finn það á samtölum mínum við bæði þingmenn, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri að það er vitundarvakning í gangi,“ segir Sara, sem er sannfærð um að hugvíkkandi efni séu mesta bylting geðlæknisfræðinnar í áratugi. „Á undanförnum árum hafa hrúgast inn rannsóknir sem gefa mjög jákvæðar vísbendingar. Það er að eiga sér stað einhvers konar sprenging og veldisvöxtur í þessu á undanförnum misserum. „Það er gríðarlega mikið af venjulegu fólki að prófa hugvíkkandi efni núna, af því að fólk er komið á endastöð með aðrar lausnir. Það eru að dreifast út um allt Ísland jákvæðar reynslusögur frá venjulegu fólki og ég er sannfærð um að það sé að gjörbreyta landslaginu. Það er gríðarlega stór hópur af fólki á Íslandi í mikilli vanlíðan og ef fólk finnur lausn á sinni vanlíðan getur ekki verið rétt að banna það. Það hefur verið mikið af röngum upphrópunum um þessi efni undanfarna áratugi, allt frá því að Richard Nixon hóf „stríðið gegn fíkniefnum.“ Nú eru rannsóknirnar sem sýna fram á virkni þessarra efna við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fleiri hlutum taldar í þúsundum og það er ekki lengur hægt að loka augunum. Þetta er mesta bylting í geðlæknisfræðinni í fimmtíu ár.“ Ekki töfralausn Sara tekur þó fram að hugvíkkandi efni séu ekki töfralausn og sérlega mikilvægt sé að nota efnin undir réttri handleiðslu og í réttum aðstæðum. „Eins og með flesta hluti er þetta að sjálfsögðu ekki hættulaust og það þarf að gera þetta rétt. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fagaðilar komi að þessu og að hægt sé að koma því við að fólk noti þessi efni undir réttri handleiðslu í réttu umhverfi. Ég sé ekki rökin fyrir því að fólk muni nota þessi efni meira eða á óábyrgari hátt ef þau verða lögleidd, heldur þvert á móti.“ Sara stendur fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu um hugvíkkandi efni í Hörpunni núna í febrúar, þar sem mörg allra stærstu nöfn heims á þessu sviði munu mæta til leiks. Sara segist vilja að ráðstefnan stuðli að alvöru samtali í samfélaginu og hún vonar að ráðamenn og fagfólk láti sjá sig. „Ég bind miklar vonir við að sjá sem flesta mæta, ráðherra, þingmenn, lögregluna, heilbrigðisstarfsfólk og svo auðvitað bara fólk almennt. Þetta er mitt lóð á þær vogarskálar að það muni eiga sér stað alvöru samtal í samfélaginu og kannski förum við að stíga fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu. Það er ekki hægt lengur að horfa á bann sem einhverja heildarlausn og láta eins og það sé ekki búið að rannsaka þessi efni. Þegar fólk segist vilja sjá rannsóknir er hægt að benda á að rannsóknirnar núna skipta tugum þúsunda og það er búið að gera meira en 10 þúsund rannsóknir bara á psílosíben, virka efninu í sveppum. Ég vil að það eigi sér stað heildstætt samtal. Ég trúi því að Ísland geti orðið leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum og veit og finn að það er ákveðin bylting að eiga sér stað hér á landi.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Söru Maríu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Hugvíkkandi efni Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
„Mér finnst núorðið eiginlega krúttlegt þegar fólk talar um þetta sem fíkniefni. Það er eiginlega bara til marks um að þið vitið ekki hvað þið eruð að tala um. Fyrst fór þessi umræða mjög í taugarnar á mér og mér fannst sárt þegar fólk var að líkja þessu við neyslu á fíkniefnum. En svo áttaði ég mig á því að án reynslunnar er auðvitað ekki hægt að skilja hvað þetta er. Munurinn á þessum efnum annars vegar og fíkniefnum hins vegar er að hugvíkkandi efni færa mann nær sjálfum sér og láta mann mæta sjálfum sér á meðan fíkniefnin hjálpa manni að flýja sjálfan sig. Sum ferðalög á hugvíkkandi efnum geta verið með því erfiðasta sem fólk gerir í lífinu. Það er ekki eitthvað sem þú gerir í fíkn og neyslu.“ Trjábörkurinn Iboga Námið hjá Söru endaði í frumskógum Afríku, þar sem hún tók inn sterkasta hugvíkkandi efni heims. Trjábörkinn Iboga, sem finnst í Gabon og Kongó. „Ég var í Gabon í mars á síðasta ári, þar sem ég fór í gegnum svokallaða manndómsvígslu með innfæddum. Þar tók ég inn Iboga, sem er trjábörkur sem vex bæði í Gabon og Kongó og er eitt sterkasta hugvíkkandi efni jarðar. Ég var undir áhrifum af þessu í um 100 klukkustundir og er eiginlega enn að vinna úr þessarri reynslu. Ég fékk að sjá það svo innilega skýrt hvað við erum vernduð í hinum vestræna heimi og hvernig hjarta jarðarinnar er í raun í Afríku. Fyrsta er ég að labba frá húsinu þar sem við vorum og þá sé ég litla stelpu þar aleina grátandi í myrkrinu og ég tók hana með mér upp í hús og þá kom í ljós að hún bjó í öðru þorpi.“ Sara segir stúlkuna aldrei hefði getað gengið ein þarna inn um nóttina. Hún hafði bara verið skilin eftir. „Ég var með þessa stelpu hjá mér í nokkra daga og hún var eins og verndari yfir mér þarna. Hún hét Kasa þessi litla stelpa og þegar ég fór inn í vígsluna sjálfa sat Kasa litla úti í plaststól alla nóttina í rigningunni að bíða eftir mér. Ég braut mikið hugann um það hvernig ég gæti reynt að taka hana með mér heim til Íslands,” segir Sara María. Afríka hjarta jarðarinnar „Þetta ferðalag til Gabon er enn í vinnslu innra með mér þó að það sé liðið næstum ár síðan ég fór þangað. Ég er enn að melta það sem ég upplifði þarna. Ég fékk að sjá hvað lífið þarna er ríkt og þykkt og í raun hvað það er stutt á milli lífs og dauða. Hér á Íslandi er maður aðeins eins og hamstur í búri í algjöru öryggi. Ég vil ekki hljóma neikvæð, en það er nánast eins og maður sé í hamstrabúri hérna heima í öllu þessu öryggi og þá er ekki sjálfgefið að maður komist í snertingu við það sem lífið sannarlega er. Hvað er það að vera raunverulega lifandi? Ég fann innilega að Afríka er hjarta jarðarinnar og þar eru hlutirnir raunverulega upp á líf og dauða. Við erum ofvernduð á Íslandi án þess að sjá það og við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum það gott. Ef að maður forðast allt tengt dauðanum alla ævi og vill algjört öryggi er maður líka að missa af lífinu. Því lengra sem þú vilt upplifa af fegurð lífsins, því lengra þarftu að þora að stíga inn í skugga, myrkur og ótta.“ Sannfærð um að efnin séu bylting Sara segir að hægt og rólega sé að verða mikil opnun á Íslandi þegar kemur að öllu sem snýr að hugvíkkandi efnum. Að hennar sögn er mikið af löggæslu- og heilbrigðisstarfsfólki orðið mjög opið þegar kemur að hugvíkkandi efnum: „Hreint MDMA í réttum skömmtum ýtir undir samkennd hjá fólki, en svæfir árásargjarna hlutann í heilanum. Það er bara einföld staðreynd að ef fólk væri á réttum skömmtum af MDMA í miðbænum um helgar í staðinn fyrir áfengi, þá væru ekki hnífsstungur eða líkamsárásir. Ég fullyrði það. Auðvitað er það viðkvæm umræða að tala um skaðsemi áfengis af því að við notum það svo mörg og það er svo inngróið í samfélagið. En ef við horfum á það sem er að gerast í miðbænum um helgar hljótum við að geta verið sammála um að það sé ekki eðlilegt. Óorðið sem var komið á hugvíkkandi efni í langan tíma var ekki síst af því að fólk var að nota þessi efni á djamminu ofan í áfengi, amfetamín, kókaín og svefnleysi. Það mun auðvitað ekki enda vel. Ég finn það á samtölum mínum við bæði þingmenn, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri að það er vitundarvakning í gangi,“ segir Sara, sem er sannfærð um að hugvíkkandi efni séu mesta bylting geðlæknisfræðinnar í áratugi. „Á undanförnum árum hafa hrúgast inn rannsóknir sem gefa mjög jákvæðar vísbendingar. Það er að eiga sér stað einhvers konar sprenging og veldisvöxtur í þessu á undanförnum misserum. „Það er gríðarlega mikið af venjulegu fólki að prófa hugvíkkandi efni núna, af því að fólk er komið á endastöð með aðrar lausnir. Það eru að dreifast út um allt Ísland jákvæðar reynslusögur frá venjulegu fólki og ég er sannfærð um að það sé að gjörbreyta landslaginu. Það er gríðarlega stór hópur af fólki á Íslandi í mikilli vanlíðan og ef fólk finnur lausn á sinni vanlíðan getur ekki verið rétt að banna það. Það hefur verið mikið af röngum upphrópunum um þessi efni undanfarna áratugi, allt frá því að Richard Nixon hóf „stríðið gegn fíkniefnum.“ Nú eru rannsóknirnar sem sýna fram á virkni þessarra efna við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fleiri hlutum taldar í þúsundum og það er ekki lengur hægt að loka augunum. Þetta er mesta bylting í geðlæknisfræðinni í fimmtíu ár.“ Ekki töfralausn Sara tekur þó fram að hugvíkkandi efni séu ekki töfralausn og sérlega mikilvægt sé að nota efnin undir réttri handleiðslu og í réttum aðstæðum. „Eins og með flesta hluti er þetta að sjálfsögðu ekki hættulaust og það þarf að gera þetta rétt. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fagaðilar komi að þessu og að hægt sé að koma því við að fólk noti þessi efni undir réttri handleiðslu í réttu umhverfi. Ég sé ekki rökin fyrir því að fólk muni nota þessi efni meira eða á óábyrgari hátt ef þau verða lögleidd, heldur þvert á móti.“ Sara stendur fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu um hugvíkkandi efni í Hörpunni núna í febrúar, þar sem mörg allra stærstu nöfn heims á þessu sviði munu mæta til leiks. Sara segist vilja að ráðstefnan stuðli að alvöru samtali í samfélaginu og hún vonar að ráðamenn og fagfólk láti sjá sig. „Ég bind miklar vonir við að sjá sem flesta mæta, ráðherra, þingmenn, lögregluna, heilbrigðisstarfsfólk og svo auðvitað bara fólk almennt. Þetta er mitt lóð á þær vogarskálar að það muni eiga sér stað alvöru samtal í samfélaginu og kannski förum við að stíga fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu. Það er ekki hægt lengur að horfa á bann sem einhverja heildarlausn og láta eins og það sé ekki búið að rannsaka þessi efni. Þegar fólk segist vilja sjá rannsóknir er hægt að benda á að rannsóknirnar núna skipta tugum þúsunda og það er búið að gera meira en 10 þúsund rannsóknir bara á psílosíben, virka efninu í sveppum. Ég vil að það eigi sér stað heildstætt samtal. Ég trúi því að Ísland geti orðið leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum og veit og finn að það er ákveðin bylting að eiga sér stað hér á landi.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Söru Maríu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Hugvíkkandi efni Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira