Hátt í sjötíu fórust þegar flugvél og þyrla skullu saman yfir Washington í gærkvöldi. Við heyrum meðal annars í ávarpi Bandaríkjaforseta um málið nú síðdegis. Þá sjáum við myndir frá óveðrinu sem gengur yfir landið og mun valda samgöngutruflunum á næstu dögum.
Við kynnum okkur einnig deilur um þingflokksherbergi á Alþingi, verðum í beinni útsendingu frá stærsta Bridge-móti landsins og förum í danspartí í Iðnó. Þar er verið að blása til kvennaárs og Berghildur Erla mun kíkja á stemninguna í beinni.
Í Sportpakkanum verður rætt við nýjan þjálfara kvennaliðs Vals í handbolta og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér matinn sem borinn er á borð í grunnskólum borgarinnar og rýnir í næringarinnihaldið.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.