Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2025 14:06 Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo nýta megi betur rafrænar lausnir og skapa þannig hagræði við lánaumsýslu. Mynd úr safni. Vísir Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna. Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna.
Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira