Veðrið gæti stytt viðbragðstíma komi til eldgoss og hættustig almannavarna er í gildi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mætir í myndver og fer yfir stöðuna.
Maður sem býr við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða fagnar stöðvun framkvæmda að hluta og vonar að þeim verði alfarið hætt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum.
Þá hittum við hjón í Vesturbænum sem urðu fyrir miklu vatnstjóni þegar vatn flæddi upp úr klósetti þeirra og niðurfalli og ætla að stefna Veitum vegna málsins. Við verðum einnig í beinni frá fundi aðdáenda tölvuleiksins Eve Online og í Sportpakkanum heyrum við í landsliðsþjálfaranum Snorra Stein sem segir sárin ekki gróin eftir að Ísland féll úr leik á HM.