Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 21:02 Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingar á réttindagæslu fatlaðs fólks og framkvæmd þeirra en breytingarnar tóku gildi um áramótin. Vísir Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira