Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 11:49 Haraldur telur stjórnsýsluna, sem á að veita umsögn um verkefnið, snarbrenglaða; starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sumir hafi þegar hafið störf hjá Röst. vísir/aðsend/arnar Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“ Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“
Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira