„Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 21:18 „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ spyr Helga Þórisdóttir. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem eru myndaðir úr öryggismyndavélum bíla, líkt og úr Teslum, gætu átt heimtingu á því að sjá myndefnið sem sýnir það. Þá þyrfti eigandi bílsins að afhenda myndefnið, en gæti þurft að passa upp á að afmá persónuupplýsingar af öðrum einstaklingum. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“
Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira