Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 08:45 Borð Sniper Elite Resistance eru flest mjög vel hönnuð. Rebellion Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna. Karl Fairburne hefur verið settur til hliðar í þessum nýjasta leik, þar sem leikurinn gerist samhliða öðrum Sniper Elite leik á tímalínunni. Að þessu sinni gerist leikurinn í suðurhluta Frakklands og snýst hann um bresku leyniskyttuna Harry Hawker, sem hefur það verkefni að binda enda á enn eitt ofurvopnið sem getur snúið gangi heimsstyrjaldarinnar, Þýskalandi í vil. Sjá einnig: Sjaldan verið skemmtilegra að skjóta nasista á færi Ég er svei mér þá ekki frá því að það sé sagan í hverjum einasta Sniper Elite leik. Festist á engu SER er að nánast öllu leyti mjög hefðbundinn leikur í þessari seríu og hann veldur engum vonbrigðum, þannig. Borðin eru öll stór og að flestu leyti vel hönnuð og stútfull af nasistum og hlutum til að skjóta. Þá er gaman að bjóða öðrum spilurum að koma inn í leikinn þinn og berjast við þá. Leikurinn virkar allur að mestu leyti ágætlega en ég hef samt rekið mig á fullt af göllum og sumum hverjum óþolandi. Harry í smá skotbardaga.Rebellion Ég hef ekki tölu á því hve oft leyniskyttan mín hefur fest sig á tómu lofti. Það er að segja að hann hefur lent á ósýnilegum tálmum, svo ég hef verið gómaður og í kjölfarið skotinn af nasistum. Ég hef einnig ítrekað verið séður í gegnum veggi, runna og marga aðra hluti sem eiga það sameiginlegt að vera ekki gegnsæir. Þá hefur einnig komið fyrir að verkefni sem maður fær í leiknum virka ekki, en það hefur verið mun sjaldgæfara. Þetta er heilt yfir ekkert sem rústar leiknum, þar sem reynslan hefur kennt mér að vista mjög reglulega, en er merkilega óþolandi. Það er samt unaðslegt að skjóta nasista á færi og sjá skotin hæfa þá í dýrindis og mjög svo grófu „slowmo“. Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug en spilarar hafa verið að senda Rebellion myndbönd af skemmtilegum skotum. Skortur á byssum Byssur leiksins eru merkilega fáar, sem hefur farið í taugarnar á mér. Mest allan leikinn notaði ég sama riffilinn og sömu skammbyssuna líka. Maður er einnig með litla vélbyssu með sér en hana notar maður varla nema allt sé farið til andskotans. Hægt er að uppfæra byssur leiksins með því að finna sérstök verkstæði í hverju borði. Hægt er að fá fleiri byssur með því að leysa sum verkefni leiksins á sérstakan hátt. Í hverju borði er svo hægt að finna plaköt sem opna á aukaverkefni sem hægt er að spila til að fá fleiri byssur. Sumar eru hálfsjálfvirkar og aðrar eru kraftmeiri en ég hef að mestu notast við sömu byssuna mest allan leikinn. Það gæti verið gaman að hafa fleiri og betri valmöguleika. Snúum okkur að útlitinu SER er ekki fallegasti leikur sem ég hef spilað og er hann nokkuð neðarlega á þeim lista, þó umhverfið og andrúmsloftið sé hið fínasta. Umhverfi leiksins lítur allt mjög vel út en það er fátt framúrskarandi þarna og það útskýrist kannski af því að leikurinn var gefinn út á bæði núverandi og gömlu kynslóðir leikjatölva. Það sést á leiknum og kannski sérstaklega á persónum leiksins sem eru merkilega dauðar í framan. Að öðru leyti hef ég ekki mikið að segja um útlit og grafík SER. Þetta er í rauninni allt í lagi en smá gamaldags, í einföldu máli sagt. Harry með hefðbundinn notanda X í sigtinu.Rebellion Samantekt-ish Sniper Elite Resistance er hinn fínasti leikur en ekkert framúrskarandi. Það virkar allt fínt en það væri gaman að fá eitthvað nýtt inn í formúlu þessara leikja. Meira af því sama, er kannski besta leiðin til að lýsa honum en það gæti svo sem verið óþarfi að reyna að laga eitthvað sem virkar fínt. Mér sýnist samt sem þessi leikur hefði haft gott af meiri fínpússun. Þegar kemur að líftíma er fjölspilunin líkleg til að halda leiknum lifandi um nokkuð skeið, haldi fólk áfram að spila hann og berjast við aðrar leyniskyttur. Það er mjög skemmtilegur hluti leiksins og getur verið merkilega spennandi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Karl Fairburne hefur verið settur til hliðar í þessum nýjasta leik, þar sem leikurinn gerist samhliða öðrum Sniper Elite leik á tímalínunni. Að þessu sinni gerist leikurinn í suðurhluta Frakklands og snýst hann um bresku leyniskyttuna Harry Hawker, sem hefur það verkefni að binda enda á enn eitt ofurvopnið sem getur snúið gangi heimsstyrjaldarinnar, Þýskalandi í vil. Sjá einnig: Sjaldan verið skemmtilegra að skjóta nasista á færi Ég er svei mér þá ekki frá því að það sé sagan í hverjum einasta Sniper Elite leik. Festist á engu SER er að nánast öllu leyti mjög hefðbundinn leikur í þessari seríu og hann veldur engum vonbrigðum, þannig. Borðin eru öll stór og að flestu leyti vel hönnuð og stútfull af nasistum og hlutum til að skjóta. Þá er gaman að bjóða öðrum spilurum að koma inn í leikinn þinn og berjast við þá. Leikurinn virkar allur að mestu leyti ágætlega en ég hef samt rekið mig á fullt af göllum og sumum hverjum óþolandi. Harry í smá skotbardaga.Rebellion Ég hef ekki tölu á því hve oft leyniskyttan mín hefur fest sig á tómu lofti. Það er að segja að hann hefur lent á ósýnilegum tálmum, svo ég hef verið gómaður og í kjölfarið skotinn af nasistum. Ég hef einnig ítrekað verið séður í gegnum veggi, runna og marga aðra hluti sem eiga það sameiginlegt að vera ekki gegnsæir. Þá hefur einnig komið fyrir að verkefni sem maður fær í leiknum virka ekki, en það hefur verið mun sjaldgæfara. Þetta er heilt yfir ekkert sem rústar leiknum, þar sem reynslan hefur kennt mér að vista mjög reglulega, en er merkilega óþolandi. Það er samt unaðslegt að skjóta nasista á færi og sjá skotin hæfa þá í dýrindis og mjög svo grófu „slowmo“. Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug en spilarar hafa verið að senda Rebellion myndbönd af skemmtilegum skotum. Skortur á byssum Byssur leiksins eru merkilega fáar, sem hefur farið í taugarnar á mér. Mest allan leikinn notaði ég sama riffilinn og sömu skammbyssuna líka. Maður er einnig með litla vélbyssu með sér en hana notar maður varla nema allt sé farið til andskotans. Hægt er að uppfæra byssur leiksins með því að finna sérstök verkstæði í hverju borði. Hægt er að fá fleiri byssur með því að leysa sum verkefni leiksins á sérstakan hátt. Í hverju borði er svo hægt að finna plaköt sem opna á aukaverkefni sem hægt er að spila til að fá fleiri byssur. Sumar eru hálfsjálfvirkar og aðrar eru kraftmeiri en ég hef að mestu notast við sömu byssuna mest allan leikinn. Það gæti verið gaman að hafa fleiri og betri valmöguleika. Snúum okkur að útlitinu SER er ekki fallegasti leikur sem ég hef spilað og er hann nokkuð neðarlega á þeim lista, þó umhverfið og andrúmsloftið sé hið fínasta. Umhverfi leiksins lítur allt mjög vel út en það er fátt framúrskarandi þarna og það útskýrist kannski af því að leikurinn var gefinn út á bæði núverandi og gömlu kynslóðir leikjatölva. Það sést á leiknum og kannski sérstaklega á persónum leiksins sem eru merkilega dauðar í framan. Að öðru leyti hef ég ekki mikið að segja um útlit og grafík SER. Þetta er í rauninni allt í lagi en smá gamaldags, í einföldu máli sagt. Harry með hefðbundinn notanda X í sigtinu.Rebellion Samantekt-ish Sniper Elite Resistance er hinn fínasti leikur en ekkert framúrskarandi. Það virkar allt fínt en það væri gaman að fá eitthvað nýtt inn í formúlu þessara leikja. Meira af því sama, er kannski besta leiðin til að lýsa honum en það gæti svo sem verið óþarfi að reyna að laga eitthvað sem virkar fínt. Mér sýnist samt sem þessi leikur hefði haft gott af meiri fínpússun. Þegar kemur að líftíma er fjölspilunin líkleg til að halda leiknum lifandi um nokkuð skeið, haldi fólk áfram að spila hann og berjast við aðrar leyniskyttur. Það er mjög skemmtilegur hluti leiksins og getur verið merkilega spennandi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira