Lífið

340 fer­metra listaverkahöll í Kópa­vogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eing í Kópavoginu.
Einstaklega falleg eing í Kópavoginu.

Athafnakonan Arndís Björg Sigurgeirsdóttir og ljósmyndarinn Bára Kristinsdóttir hafa komið sér einstaklega vel fyrir í einbýlishúsi í Kópavoginum.

Sindri Sindrason leit við hjá þeim í Heimsóknarþætti gærkvöldsins. Húsið var byggt árið 1965 og teiknað af arkitektinum Guðmundi Pálssyni.

Þær hafa tekið vel til hendinni í eigninni en aftur á móti haldið í upprunalegan stíl, en Arndís og Bára hafa búið í því síðan árið 2000. Það má með sanni segja að þær hafi safnað heilum helling af listaverkum eins og kom fram í þættinum.

Um er að ræða 340 fermetra hús en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Heimsókn.

Klippa: 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.