Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 12:13 Frá Stöðvarfirði í morgun. Garðar Harðar Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar
Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37