Mayoral til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 12:29 Verslun Mayoral í Smáralind, þar sem áður var Vodafone, verður um hundrað fermetrar að stærð. Aðsend Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun. Í tilkynningu kemur fram að Mayoral bjóði upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn til tólf ára aldurs. Mayoral sé ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10 þúsund útsölustaði í yfir hundrað löndum ásamt netverslun sem nái til 21 markaðs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Malaga á Spáni. Ný verslun í Smáralind ásamt netverslun Mayoral.is opna samtímis á hádegi þann 1. mars. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon eru umboðsaðili Mayoral á Íslandi, en þau hafa rekið verslanir Lindex hér á landi um árabil, auk Ginu Tricot. Í tilkynningu segir að Mayoral sé virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. „Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Malaga á Spáni og er nú rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu. Áhersla er á að bjóða upp á hágæða, þægilegan og tískufatnað og skó á hagkvæmu verði fyrir börn á aldrinum 0-12 ára ásamt unglingastærðir upp í 16 ára. Með öflugri viðveru í yfir 100 löndum og 10.000 útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum og eitt það stærsta í Evrópu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu, sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali, lögðu fram af kostgæfni yfir 100 hönnuða sem leggja til fjölda nýrra lína barnafatnaðar ár hvert á hagkvæmu verði,“ segir í tilkynningunni. Unnið með Dimmalimm um árabil Haft er eftir Juan Carlos Jimenez, yfirmanni alþjóðasviðs Mayoral, að undirbúningur fyrir opnun fyrstu verslana Mayoral á Íslandi hafi sannarlega verið okkur ánægjulegt og spennandi. „Við höfum unnið með Dimmalimm til fjölda ára og tökum nú skrefið alla leið þegar við kynnum okkur fyrir íslenskum fjölskyldum að fullu. Það er skemmtilegt skref fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess að geta boðið upp á vöruúrvalið í einni helstu verslunarmiðstöð landsins og á netinu, samtímis,“ segir Jimenez. Þá segir að Mayoral hafi verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hafi selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára og muni selja hluta vörulínu Mayoral áfram. Um Mayoral Group segir að félagið bjóði upp á barnafatnað ásamt fylgihlutum og skóm fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára ásamt unglingastærðum upp í 16 ára. Mayoral starfrækir um 350 eigin verslanir og býður vörur sínar á yfir 10.000 útsölustöðum í yfir 100 löndum Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns og það selur um 31 milljólir flíka ár hvert. Verslun Smáralind Kópavogur Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Mayoral bjóði upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn til tólf ára aldurs. Mayoral sé ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10 þúsund útsölustaði í yfir hundrað löndum ásamt netverslun sem nái til 21 markaðs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Malaga á Spáni. Ný verslun í Smáralind ásamt netverslun Mayoral.is opna samtímis á hádegi þann 1. mars. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon eru umboðsaðili Mayoral á Íslandi, en þau hafa rekið verslanir Lindex hér á landi um árabil, auk Ginu Tricot. Í tilkynningu segir að Mayoral sé virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. „Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Malaga á Spáni og er nú rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu. Áhersla er á að bjóða upp á hágæða, þægilegan og tískufatnað og skó á hagkvæmu verði fyrir börn á aldrinum 0-12 ára ásamt unglingastærðir upp í 16 ára. Með öflugri viðveru í yfir 100 löndum og 10.000 útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum og eitt það stærsta í Evrópu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu, sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali, lögðu fram af kostgæfni yfir 100 hönnuða sem leggja til fjölda nýrra lína barnafatnaðar ár hvert á hagkvæmu verði,“ segir í tilkynningunni. Unnið með Dimmalimm um árabil Haft er eftir Juan Carlos Jimenez, yfirmanni alþjóðasviðs Mayoral, að undirbúningur fyrir opnun fyrstu verslana Mayoral á Íslandi hafi sannarlega verið okkur ánægjulegt og spennandi. „Við höfum unnið með Dimmalimm til fjölda ára og tökum nú skrefið alla leið þegar við kynnum okkur fyrir íslenskum fjölskyldum að fullu. Það er skemmtilegt skref fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess að geta boðið upp á vöruúrvalið í einni helstu verslunarmiðstöð landsins og á netinu, samtímis,“ segir Jimenez. Þá segir að Mayoral hafi verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hafi selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára og muni selja hluta vörulínu Mayoral áfram. Um Mayoral Group segir að félagið bjóði upp á barnafatnað ásamt fylgihlutum og skóm fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára ásamt unglingastærðum upp í 16 ára. Mayoral starfrækir um 350 eigin verslanir og býður vörur sínar á yfir 10.000 útsölustöðum í yfir 100 löndum Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns og það selur um 31 milljólir flíka ár hvert.
Verslun Smáralind Kópavogur Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira