Viðskipti innlent

Bein út­sending: UT­messan

Atli Ísleifsson skrifar
Frá UTmessunni á síðasta ári.
Frá UTmessunni á síðasta ári. UTmessan

Ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu fer fram milli klukkan 10 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan.

„Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.

Að þessu tilefni taka Ský og Advania á Íslandi höndum saman og halda úti beinni hlaðvarpsútsendingu frá Hörpu þar sem rætt verður við nokkra fyrirlesara ráðstefnunnar eftir að þeir stíga af sviði. Útsendingunni stýra Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania og Stefán Gunnlaugur Jónsson frá UTvarpinu, hlaðvarpi Ský,“ segir í tilkynningu.

Dagskrá

  • 10:00 Lára Kristín Skúladóttir
  • 10:15 Dr. Stefán Ólafsson
  • 10:45 Linda Heimisdóttir
  • 11:15 Pinar
  • 11:45 Arna Harðardóttir

HLÉ

  • 13:15 Jacky Mallett
  • 13:45 Taylor Garcia van Biljon
  • 14:15 Arnar Ágústsson

Hlé

  • 15:15 Hörn Hrafnsdóttir
  • 15:15 Níels Ingi Jónasson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×