Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 14:22 Alls urðu 1355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum. RARIK Aðgerðum RARIK vegna óveðursins sem gekk yfir landið síðustu daga er að mestu lokið. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Þar segir jafnframt að vindálag, selta og eldingar hafi herjað á kerfið með þeim afleiðingum að staurar brotnuðu og línur slitnuðu. Óveðrið mun hafa haft mest áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið var um truflanir í dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Greint er frá því að viðskiptavinir hafi verið ötulir við að hringja inn vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu, en einnig hafi orðið einhverjar fokskemmdir á spennistöðvum og öðrum slíkum mannvirkjum. Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins, segir í tilkynningu RARIK. Hér er yfirlit yfir stöðu helstu truflana sem urðu á rafmagnsafhendingu í dreifikerfi RARIK: Helgafellssveit – Rafmagnstruflanir hófust á miðvikudaginn kl. 14:00 en þá tókst að koma rafmagni á aftur stuttu síðar. Rafmagnið fór aftur af kl. 23:00 sama dag og tókst að koma því á aftur að hluta en rafmagnslaust var áfram í Kolgrafarfirði til rúmlega 17:00 á fimmtudag. Skógarströnd/Álftafjörður – Rafmagn fór af á Skógarströnd og í Álftafirði kl. 16:08 á miðvikudaginn. Bilunin fannst í Álftafirði og voru flestir viðskiptavinir komnir með rafmagn kl. 10:35 á fimmtudegi. Varavél var tengd við einn viðskiptavin kl. 23:20 þar til hægt er að fara í viðgerð. Mýrar – Rafmagn fór af á Mýrum kl. 17:58 á miðvikudaginn. Um fjölda bilana var að ræða á línum og tóku bilanaleitir og viðgerðir langan tíma. Klukkan 18:51 á fimmtudag var rafmagn komið á hjá öllum viðskiptavinum okkar á svæðinu. Landbrot – Rafmagnslaust varð í Landbroti á miðvikudag kl. 18:42 og tókst að koma rafmagni þar á aftur aðfaranótt fimmtudags kl. 01:30. Skemmdir voru þó á línunni og farið var í endanlega viðgerð á fimmtudagskvöld. Því þurfti að taka rafmagn af hjá nokkrum viðskiptavinum á svæðinu frá kl. 19-20:30 í gærkvöldi. Selvogur – Rafmagnslaust varð kl. 19:11 á miðvikudag og tókst að koma rafmagni þar á kl. 00:30 aðfaranótt fimmtudags. Stíflisdalur í Kjós – Rafmagnslaust varð í Stíflisdal kl. 18:55 á miðvikudag. Flestir viðskiptavinir okkar voru komnir með rafmagn kl. 10:20 á fimmtudag. Einn viðskiptavinur okkar var þó án rafmagns til kl. 19:20 á fimmtudagskvöld. Vestur-Landeyjar – Rafmagnslaust varð á þessu svæði um kl. 10:00 á fimmtudag. Þar tókst að koma rafmagni aftur á en hluti svæðisins var rafmagnslaus til kl. 16:20 sama dag. Haukadalur í Dalabyggð– Tilkynning barst um rafmagnsleysi í Haukadal um kl. 23:30 á miðvikudag. Allir nema einn viðskiptavinur voru komnir með rafmagn kl. 02:15 á aðfaranótt fimmtudags en um kl. 21:00 í gærkvöldi var rafmagn komið til allra. Reyðarfjörður– Í sunnanverðum Reyðarfirði (frá Kolmúla að Berunesi) varð rafmagnslaust um kl. 9:10 á fimmtudagsmorgun. Þegar verið var að leita að bilun fór rafmagn einnig af austanverðum Fáskrúðsfirði, út að Vattarnesvita, í stuttan tíma. Allir viðskiptavinir voru komnir með rafmagn um kl. 20 á fimmtudagskvöld. Brattholt að Keldnaholti (Flói) – Taka þurfti rafmagn af kl. 10:45 á fimmtudag vegna þess að lína lá á veginum. Þessari aðgerð var lokið og rafmagn komið aftur á kl. 15:56 sama dag. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjarskipti Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Þar segir jafnframt að vindálag, selta og eldingar hafi herjað á kerfið með þeim afleiðingum að staurar brotnuðu og línur slitnuðu. Óveðrið mun hafa haft mest áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið var um truflanir í dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Greint er frá því að viðskiptavinir hafi verið ötulir við að hringja inn vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu, en einnig hafi orðið einhverjar fokskemmdir á spennistöðvum og öðrum slíkum mannvirkjum. Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins, segir í tilkynningu RARIK. Hér er yfirlit yfir stöðu helstu truflana sem urðu á rafmagnsafhendingu í dreifikerfi RARIK: Helgafellssveit – Rafmagnstruflanir hófust á miðvikudaginn kl. 14:00 en þá tókst að koma rafmagni á aftur stuttu síðar. Rafmagnið fór aftur af kl. 23:00 sama dag og tókst að koma því á aftur að hluta en rafmagnslaust var áfram í Kolgrafarfirði til rúmlega 17:00 á fimmtudag. Skógarströnd/Álftafjörður – Rafmagn fór af á Skógarströnd og í Álftafirði kl. 16:08 á miðvikudaginn. Bilunin fannst í Álftafirði og voru flestir viðskiptavinir komnir með rafmagn kl. 10:35 á fimmtudegi. Varavél var tengd við einn viðskiptavin kl. 23:20 þar til hægt er að fara í viðgerð. Mýrar – Rafmagn fór af á Mýrum kl. 17:58 á miðvikudaginn. Um fjölda bilana var að ræða á línum og tóku bilanaleitir og viðgerðir langan tíma. Klukkan 18:51 á fimmtudag var rafmagn komið á hjá öllum viðskiptavinum okkar á svæðinu. Landbrot – Rafmagnslaust varð í Landbroti á miðvikudag kl. 18:42 og tókst að koma rafmagni þar á aftur aðfaranótt fimmtudags kl. 01:30. Skemmdir voru þó á línunni og farið var í endanlega viðgerð á fimmtudagskvöld. Því þurfti að taka rafmagn af hjá nokkrum viðskiptavinum á svæðinu frá kl. 19-20:30 í gærkvöldi. Selvogur – Rafmagnslaust varð kl. 19:11 á miðvikudag og tókst að koma rafmagni þar á kl. 00:30 aðfaranótt fimmtudags. Stíflisdalur í Kjós – Rafmagnslaust varð í Stíflisdal kl. 18:55 á miðvikudag. Flestir viðskiptavinir okkar voru komnir með rafmagn kl. 10:20 á fimmtudag. Einn viðskiptavinur okkar var þó án rafmagns til kl. 19:20 á fimmtudagskvöld. Vestur-Landeyjar – Rafmagnslaust varð á þessu svæði um kl. 10:00 á fimmtudag. Þar tókst að koma rafmagni aftur á en hluti svæðisins var rafmagnslaus til kl. 16:20 sama dag. Haukadalur í Dalabyggð– Tilkynning barst um rafmagnsleysi í Haukadal um kl. 23:30 á miðvikudag. Allir nema einn viðskiptavinur voru komnir með rafmagn kl. 02:15 á aðfaranótt fimmtudags en um kl. 21:00 í gærkvöldi var rafmagn komið til allra. Reyðarfjörður– Í sunnanverðum Reyðarfirði (frá Kolmúla að Berunesi) varð rafmagnslaust um kl. 9:10 á fimmtudagsmorgun. Þegar verið var að leita að bilun fór rafmagn einnig af austanverðum Fáskrúðsfirði, út að Vattarnesvita, í stuttan tíma. Allir viðskiptavinir voru komnir með rafmagn um kl. 20 á fimmtudagskvöld. Brattholt að Keldnaholti (Flói) – Taka þurfti rafmagn af kl. 10:45 á fimmtudag vegna þess að lína lá á veginum. Þessari aðgerð var lokið og rafmagn komið aftur á kl. 15:56 sama dag.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjarskipti Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira