Innlent

Styrkir til stjórn­mála­flokka og galin á­form um upp­byggingu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Stjórnmálaflokkar, sem hafa fengið greidda styrki úr ríkissjóði undanfarin ár þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði til þess, verða ekki krafnir um endurgreiðslu. Fjármálaráðherra segir ráðuneytið hafa brugðist skyldum sinum. Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna, kemur og ræðir málið í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Aðstoðarleikskólastjóri segir fagmenntað starfsfólk flýja í auknum mæli yfir í grunnskólana, vegna betri kjara og starfsaðstæðna.

Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á þá sem voru drepnir í skotárás í Örebro á þriðjudag. Fórnarlömbin eru sjö konur og þrír karlmenn á aldrinum 28 til 68. Sænsk stjórnvöld hyggjast herða skotvopnalöggjöf og banna hálfsjálfvirkar byssur.

Við verðum í beinni útsendingu frá Vetrarhátíð í Reykjavíkurborg, sem verður sett á Ingólfstorgi í kvöld.

Landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta segir gagnrýni Dagnýjar Brynjarsdóttur engin áhrif hafa á endurkomu hennar í liðið eftir tveggja ára fjarveru.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×