Lífið samstarf

Wolt og Blush með ást­föngnum í liði á Valentínusar­daginn

Wolt
Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar fyrir Wolt á Íslandi.
Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar fyrir Wolt á Íslandi.

Nú er auðveldara en nokkru sinni að skapa rómantíska og eftirminnilega stund fyrir þá manneskju sem skal gleðja. Wolt er með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn og meðal annars í sjóðheitu samstarfi við Blush.

„Það er okkar markmið hjá Wolt að verða eins konar verslunarmiðstöð í vasanum og með sívaxandi vöruúrvali nálgumst við það markmið óðfluga Síðan í fyrra hefur Wolt stækkað úrvalið verulega, þannig að nú er hægt að panta nánast allt sem þarf fyrir rómantíska kvöldstund; mat, blóm, sælgæti, kökur og ís, auk blóma frá Blómatorginu og Blómabúð Kringlunnar sem dæmi. 

Það sem er sérstaklega spennandi fyrir Valentínusardaginn í ár er að Wolt hóf nýlega samstarf við kynlífstækjaverslunina Blush, sem er kjörið fyrir viðskiptavini að hafa í huga á þessum degi. 

Við hlökkum til að hjálpa viðskiptavinum okkar að skapa skemmtileg augnablik á rómantískasta degi ársins,“ segir Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar fyrir Wolt á Íslandi.

Þagmælska fyrir áhyggjulausar heimsendingar á innan við hálftíma

Viðskiptavinir geta skoðað kynlífstæki og aðrar unaðsvörur Blush inni á Wolt appinu og fengið vörurnar sendar til sín á innan við 30 mínútum. Pöntunarferlið er einfalt og meðhöndlað af varfærni og þagmælsku sem gerir heimsendinguna áhyggjulausa, hvort sem viðskiptavinir vilja fá vöruna senda heim til sín eða á skrifstofuna.

„Við erum ótrúlega spennt að geta fært viðskiptavinum okkar vörur, hratt og örugglega. Samstarfið með Wolt snýst um aukið aðgengi að okkar vörum. Við sjáum strax mikla eftirspurn og höfum þegar afgreitt fyrstu 69 pantanirnar,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, framkvæmdarstjóri Blush.

Persónuleg kveðja með Valentínusargjöfinni

Hvort sem ætlunin er að koma á óvart með fallegri gjöf, bjóða upp á rómantískan kvöldverð eða njóta samveru með sælgæti og ís sér Wolt um málið með hraðri heimsendingu beint heim að dyrum. Þar að auki býður Wolt upp á möguleikann á að senda ástvinum óvænta gjöf heim ásamt stafrænni kveðju sem gerir sendinguna ennþá persónulegri.

Glænýtt í appinu

Valentínusardagurinn snýst um að gleðja ástvini og nú er hægt að bæta við stafrænni kveðju og persónulegum skilaboðum með glænýrri viðbót á Wolt appinu. Til dæmis er möguleiki að bæta við „þú ert best/ur!“ með blómvendinum, „ég á þetta skilið“ með konfektinu eða „manstu þegar við pöntuðum þetta?“ með kvöldverðinum. Valkostirnir eru margir þannig að allir ættu að finna eitthvað sem hentar tilefninu og glaðningnum.

„Við hjá Wolt erum við spennt að geta sameinað allt sem viðskiptavinir okkar þurfa á einum stað fyrir Valentínusardaginn. Með nokkrum smellum í appinu geta viðskiptavinir Wolt fullkomnað Valentínusardaginn á einfaldan hátt," segir Jóhann Már.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.