Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2025 20:03 Því var haldið fram að hluti ágóðans myndi renna til þeirra sem hafa lent illa í því í Grindavíkureldunum. Björn Steinbekk Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega. Samkvæmt vefnum DEX Screener, þar sem hægt er að fylgjast með gengi rafmynta, virðist Volcoino hafa verið sett á laggirnar 8. febrúar síðastliðinn. Myntin er tengd við aðra stærri rafmynt, sem ber heitið Solana, en til þess að kaupa í Volcoino þarf að notast við Solana. Virði Volcoino hefur aldrei risið hátt. Hæst komst virðið stakrar Volcoino-myntar í réttrúman 0,0001 Bandaríkjadal, en tæplega 500 milljónir stakar Volcoino-myntir eru til. Þrátt fyrir það hafa kaup og sala á myntinni hlaupið á þúsundum Bandaríkjadala. Svo virðist sem einn aðili, sem notast við nafnið y94vnc, hafi verið langduglegastur í viðskiptum með Volcoino, og þar er bæði átt við kaup og sölu. Stærsta staka færslan átti sér stað fyrir tveimur dögum þegar y94vnc seldi hlut hvers virði var 9,6 þúsund Bandaríkjadollarar. Síðan hefur gengið verið stöðugt en ansi lágt. Skjáskot af XX Tuttugu prósent sögð fara til Grindavíkur Líkt og áður segir var því haldið fram á X að ágóði myndi renna til þeirra sem hafa komið illa út úr Grindavíkureldunum. „Mun gefa 20% af ágóðanum til fórnarlambanna í Grindavík sem hafa misst heimili sín og lífibrauð í hræðilegum eldsumbrotum. Takk fyrir að styðja við þetta verkefni,“ sagði í færslu í nafni Volcoino. Reikningnum á X hefur nú verið eytt. Ekkert liggur fyrir um hvort nokkuð hafi verið á bak við þessa fullyrðingu um að Grindvíkingar myndu græða á myntinni. Rafmyntir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Samkvæmt vefnum DEX Screener, þar sem hægt er að fylgjast með gengi rafmynta, virðist Volcoino hafa verið sett á laggirnar 8. febrúar síðastliðinn. Myntin er tengd við aðra stærri rafmynt, sem ber heitið Solana, en til þess að kaupa í Volcoino þarf að notast við Solana. Virði Volcoino hefur aldrei risið hátt. Hæst komst virðið stakrar Volcoino-myntar í réttrúman 0,0001 Bandaríkjadal, en tæplega 500 milljónir stakar Volcoino-myntir eru til. Þrátt fyrir það hafa kaup og sala á myntinni hlaupið á þúsundum Bandaríkjadala. Svo virðist sem einn aðili, sem notast við nafnið y94vnc, hafi verið langduglegastur í viðskiptum með Volcoino, og þar er bæði átt við kaup og sölu. Stærsta staka færslan átti sér stað fyrir tveimur dögum þegar y94vnc seldi hlut hvers virði var 9,6 þúsund Bandaríkjadollarar. Síðan hefur gengið verið stöðugt en ansi lágt. Skjáskot af XX Tuttugu prósent sögð fara til Grindavíkur Líkt og áður segir var því haldið fram á X að ágóði myndi renna til þeirra sem hafa komið illa út úr Grindavíkureldunum. „Mun gefa 20% af ágóðanum til fórnarlambanna í Grindavík sem hafa misst heimili sín og lífibrauð í hræðilegum eldsumbrotum. Takk fyrir að styðja við þetta verkefni,“ sagði í færslu í nafni Volcoino. Reikningnum á X hefur nú verið eytt. Ekkert liggur fyrir um hvort nokkuð hafi verið á bak við þessa fullyrðingu um að Grindvíkingar myndu græða á myntinni.
Rafmyntir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira