Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2025 11:55 Töluvert hefur verið kvartað vegna vega á landinu undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal
Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira