Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2025 11:55 Töluvert hefur verið kvartað vegna vega á landinu undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal
Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira