Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:38 Smitrakning stendur yfir. Vísir/Pjetur Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Um 260 manns sóttu þorrablótið samkvæmt upplýsingum frá Þorrablótsnefndinni. Lára segist því eiga von á því að fjölga smitaðra muni fjölga. Veikindin hafi gengið hratt yfir hjá flestum sem hafi smitast. Fyrst var fjallað um sýkinguna á vef Austurfrétta. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Hún segir að heilbrigðiseftirlitið hafi í gær getað tekið talsvert af sýnum úr afgöngum en að enn sé verið að vinna að því að greina þau. Þá muni heilbrigðiseftirlitið ræða við veitingamanninn sem sá um veitingarnar síðdegis í dag. Safna sýnum frá fólki Í tilkynningu á vef HSA kemur fram að unnið sé að smitrakningu en þau sem finna fyrir meltingarfærum einkennum beðin að tilkynna um það til embættis landlæknis. Lára segir HSA vinna að því að safna sýnum frá fólki líka. Stutt er síðan hópsýking kom upp í kjölfar tveggja þorrablóta í Ölfusi og Grímsnesi. Þar var ástæða sýkingar bakterían Bacillus cerus en ekki er vitað hvernig bakterían komst í matinn. Í tilkynningu MAST um smitin kom fram að handþvottaaðstaða var ófullnægjandi og að kælikeðja matvælanna rofnaði. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að 400 hefðu sótt blótið en það rétta er að 260 sóttu það. Leyfi var fyrir 400 manns en aðeins seldir 260 miðar. Leiðrétt klukkan 14:19 þann 17.2.2025. Múlaþing Þorrablót Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Um 260 manns sóttu þorrablótið samkvæmt upplýsingum frá Þorrablótsnefndinni. Lára segist því eiga von á því að fjölga smitaðra muni fjölga. Veikindin hafi gengið hratt yfir hjá flestum sem hafi smitast. Fyrst var fjallað um sýkinguna á vef Austurfrétta. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Hún segir að heilbrigðiseftirlitið hafi í gær getað tekið talsvert af sýnum úr afgöngum en að enn sé verið að vinna að því að greina þau. Þá muni heilbrigðiseftirlitið ræða við veitingamanninn sem sá um veitingarnar síðdegis í dag. Safna sýnum frá fólki Í tilkynningu á vef HSA kemur fram að unnið sé að smitrakningu en þau sem finna fyrir meltingarfærum einkennum beðin að tilkynna um það til embættis landlæknis. Lára segir HSA vinna að því að safna sýnum frá fólki líka. Stutt er síðan hópsýking kom upp í kjölfar tveggja þorrablóta í Ölfusi og Grímsnesi. Þar var ástæða sýkingar bakterían Bacillus cerus en ekki er vitað hvernig bakterían komst í matinn. Í tilkynningu MAST um smitin kom fram að handþvottaaðstaða var ófullnægjandi og að kælikeðja matvælanna rofnaði. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að 400 hefðu sótt blótið en það rétta er að 260 sóttu það. Leyfi var fyrir 400 manns en aðeins seldir 260 miðar. Leiðrétt klukkan 14:19 þann 17.2.2025.
Múlaþing Þorrablót Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34