Tónleikar hennar munu fara fram í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí næstkomandi.
Í tilkynningunni segir að búið sé að semja um aukatónleika sem munu fara fram daginn áður, 2. júlí.
Norah Jones hefur áður haldið tónleika á Íslandi en hún kom til landsins í september 2007.
Fyrr í dag var greint frá því að það hafi selst upp á tónleika Bryan Adams sem fara fram í apríl, líka í Eldborg í Hörpu.