Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Móeiður Sif er meðal keppanda í Ungfrú Ísland. „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn: Móeiður Sif Skúladóttir. Aldur: 37 ára. Er fædd árið 1988. Starf: Flugfreyja hjá Icelandair og einkaþjálfari. Ég kenni hóptíma í afleysingum eins og staðan er núna. Menntun: Einkaþjálfari hjá ÍAK, grafísk hönnun og lærði listasögu í Háskóla Íslands. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, skipulögð og opin. Það sem kæmi fólki kannski á óvart um mig: Ég var smá emo í grunnskóla. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín af því að hún er sterk, fyndin og hugsar alltaf vel um fólkið sitt. Hvað hefur mótað þig mest? Allir þeir erfiðleikar sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Það að ég sé á þessum stað í dag sýnir mér að ég læt ekkert brjóta mig heldur kem ég bara sterkari til baka. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Að hafa náð tökum á átröskunarsjúkdómnum og að losna úr andlegu ofbeldissambandi. Ég komst í gegnum þetta með aðstoð fagaðila og foreldra minna, auk þess fór ég í mikla sjálfsvinnu. Hverju ertu stoltust af? Að hafa ná öllum þeim markmiðum sem ég vildi ná síðastliðin þrjú ár. Ég keypti mér íbúð, útskrifaðist sem flugfreyja hjá Icelandair, keppti í fitness og fleira. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég hugleiði, tek djúpöndun, hlusta á góða tónlist, hleyp á brettinu og, eða tek spjall við mömmu eða vinkonu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Stundum þarf bara dass af kæruleysi“ Pabbi sagði þetta þegar ég var eitthvað stressuð og var að ofhugsa. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég kenndi tvo hóptíma í heitum sal og komst að því eftir tímana að ég væri með gat á rassinum á buxunum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kemst í splitt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Húmor, heiðarleiki og einlægni. En óheillandi? Óheiðarleiki, frekja og stjórnsemi. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á svipuðum stað og ég er núna en búin að ná ennþá fleiri markmiðum. Það væri alveg næs að finna ástina og eignast lítið hús á Philipseyjum eða á ítölskum sveitabæ, en er annars sátt. Hvaða tungumál talarðu? íslensku, ensku, smá dönsku og smá spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Djúpsteikt tófú á Loving Hut. Hvaða lag tekur þú í karókí? Tennesee Whiskey með Chris Stapleton. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef afgreitt Vigdísi Finnbogadóttur og Björk Guðmundsdóttur þegar ég vann í fríhöfninni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst milljón sinnum betra að eiga samskipti við fólk í persónu, næst best í myndbands- eða talskilaboðum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja það inn á sparnaðar reikning, en ég myndi gefa bræðrum mínum og foreldrum eitthvað líka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það var haft samband við mig og spurt hvort ég vildi taka þátt, ég hélt að ég væri of gömul og myndi aldrei fá þetta tækifæri en varð mjög ánægð og spennt. Vonandi sýnir þetta öðrum konum á mínum aldri að lífið er ekki búið eftir þrítugt og kannski er þetta hvatning fyrir þær að elta draumana sína, sama hverjir þeir eru og sama hvað öðru fólki finnst um það. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Sif Skúladóttir 🇮🇸 (@moasif_s) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Hef lært, og mun læra, að ganga á sviði og hvernig Ungfrú Ísland ferlið er, ótrúlega skemmtilegt og stelpurnar frábærar Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ofbeldi í samböndum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf númer eitt að vera fyrirmynd, líka falleg að utan og innan, drífandi, dugleg, jákvæð og vera með góða sviðsframkomu og útgeislun. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Af því að ég held þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa prinsessunni eða dívunni innra með manni að fá að blómstra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er svolítið miklu eldri en þær en hef reynslu í að keppa í svipuðum keppnum þó ekki alveg eins og Ungfrú Ísland. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Kannski efnishyggja, hjarðhegðun og rörsýni. Það er mögulega af því að við búum á eyju og erum þar að leiðandi svolítið einangraðari en aðrar þjóðir. Það sjá ekki allir hversu fjölbreyttur heimurinn er og hversu mismunandi við mannfólkið erum. Lausnin væri kannski fræðsla í grunnskólum frá heilbrigðum fyrirmyndum og fagna fjölbreytileikanum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Nú er ég ekki fædd í gær og tel mig vera þokkalega þroskaða til að geta sagt í fullri hreinskilni að þessi keppni er bara þroskandi fyrir ungar stelpur. Það er bara verið að byggja þær upp, kenna þeim að koma sér á framfæri og vera besta útgáfan af sjálfum sér, bæði í lífinu og uppi á sviði. Við erum allar ólíkar og það er alls ekki verið að ýta undir eitthverja ákveðna staðalímynd eða hvetja þær til að borða minna, bara alls ekki. Nú veit ég ekki hvernig þetta var en ég get ekki sagt neitt slæmt um Ungfrú Ísland keppnina. Ég er allavega stolt af því að fá að taka þátt og þakklát fyrir þessa reynslu. Ungfrú Ísland Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn: Móeiður Sif Skúladóttir. Aldur: 37 ára. Er fædd árið 1988. Starf: Flugfreyja hjá Icelandair og einkaþjálfari. Ég kenni hóptíma í afleysingum eins og staðan er núna. Menntun: Einkaþjálfari hjá ÍAK, grafísk hönnun og lærði listasögu í Háskóla Íslands. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, skipulögð og opin. Það sem kæmi fólki kannski á óvart um mig: Ég var smá emo í grunnskóla. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín af því að hún er sterk, fyndin og hugsar alltaf vel um fólkið sitt. Hvað hefur mótað þig mest? Allir þeir erfiðleikar sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Það að ég sé á þessum stað í dag sýnir mér að ég læt ekkert brjóta mig heldur kem ég bara sterkari til baka. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Að hafa náð tökum á átröskunarsjúkdómnum og að losna úr andlegu ofbeldissambandi. Ég komst í gegnum þetta með aðstoð fagaðila og foreldra minna, auk þess fór ég í mikla sjálfsvinnu. Hverju ertu stoltust af? Að hafa ná öllum þeim markmiðum sem ég vildi ná síðastliðin þrjú ár. Ég keypti mér íbúð, útskrifaðist sem flugfreyja hjá Icelandair, keppti í fitness og fleira. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég hugleiði, tek djúpöndun, hlusta á góða tónlist, hleyp á brettinu og, eða tek spjall við mömmu eða vinkonu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Stundum þarf bara dass af kæruleysi“ Pabbi sagði þetta þegar ég var eitthvað stressuð og var að ofhugsa. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég kenndi tvo hóptíma í heitum sal og komst að því eftir tímana að ég væri með gat á rassinum á buxunum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kemst í splitt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Húmor, heiðarleiki og einlægni. En óheillandi? Óheiðarleiki, frekja og stjórnsemi. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á svipuðum stað og ég er núna en búin að ná ennþá fleiri markmiðum. Það væri alveg næs að finna ástina og eignast lítið hús á Philipseyjum eða á ítölskum sveitabæ, en er annars sátt. Hvaða tungumál talarðu? íslensku, ensku, smá dönsku og smá spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Djúpsteikt tófú á Loving Hut. Hvaða lag tekur þú í karókí? Tennesee Whiskey með Chris Stapleton. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef afgreitt Vigdísi Finnbogadóttur og Björk Guðmundsdóttur þegar ég vann í fríhöfninni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst milljón sinnum betra að eiga samskipti við fólk í persónu, næst best í myndbands- eða talskilaboðum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja það inn á sparnaðar reikning, en ég myndi gefa bræðrum mínum og foreldrum eitthvað líka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það var haft samband við mig og spurt hvort ég vildi taka þátt, ég hélt að ég væri of gömul og myndi aldrei fá þetta tækifæri en varð mjög ánægð og spennt. Vonandi sýnir þetta öðrum konum á mínum aldri að lífið er ekki búið eftir þrítugt og kannski er þetta hvatning fyrir þær að elta draumana sína, sama hverjir þeir eru og sama hvað öðru fólki finnst um það. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Sif Skúladóttir 🇮🇸 (@moasif_s) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Hef lært, og mun læra, að ganga á sviði og hvernig Ungfrú Ísland ferlið er, ótrúlega skemmtilegt og stelpurnar frábærar Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ofbeldi í samböndum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf númer eitt að vera fyrirmynd, líka falleg að utan og innan, drífandi, dugleg, jákvæð og vera með góða sviðsframkomu og útgeislun. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Af því að ég held þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa prinsessunni eða dívunni innra með manni að fá að blómstra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er svolítið miklu eldri en þær en hef reynslu í að keppa í svipuðum keppnum þó ekki alveg eins og Ungfrú Ísland. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Kannski efnishyggja, hjarðhegðun og rörsýni. Það er mögulega af því að við búum á eyju og erum þar að leiðandi svolítið einangraðari en aðrar þjóðir. Það sjá ekki allir hversu fjölbreyttur heimurinn er og hversu mismunandi við mannfólkið erum. Lausnin væri kannski fræðsla í grunnskólum frá heilbrigðum fyrirmyndum og fagna fjölbreytileikanum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Nú er ég ekki fædd í gær og tel mig vera þokkalega þroskaða til að geta sagt í fullri hreinskilni að þessi keppni er bara þroskandi fyrir ungar stelpur. Það er bara verið að byggja þær upp, kenna þeim að koma sér á framfæri og vera besta útgáfan af sjálfum sér, bæði í lífinu og uppi á sviði. Við erum allar ólíkar og það er alls ekki verið að ýta undir eitthverja ákveðna staðalímynd eða hvetja þær til að borða minna, bara alls ekki. Nú veit ég ekki hvernig þetta var en ég get ekki sagt neitt slæmt um Ungfrú Ísland keppnina. Ég er allavega stolt af því að fá að taka þátt og þakklát fyrir þessa reynslu.
Ungfrú Ísland Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira